Takmarkanir foreldrahlutverksins

Í síðasta pistli var hlutverk foreldra í íþróttaiðkun barna gert að umræðuefni. Eins mikilvægt og það er að foreldrar séu með á hreinu hvað þeirra hlutverk felur í sér, er ekki síður mikilvægt að foreldrar átti sig á og virði takmarkanir hlutverksins. Því eins og í góðu liði er lykilleikmanninum ekki ætlað að leysa öll hlutverkin í liðinu, þvert á móti er mikilvægt að lykilleikmaðurinn … Halda áfram að lesa: Takmarkanir foreldrahlutverksins

Foreldrar eru lykilleikmenn

Stóri tilgangur íþróttaiðkunar barna og unglinga er að búa til öfluga einstaklinga, kenna og þjálfa upp hjá þeim ákveðna lífsfærni. Hlutverk íþrótta er að rækta hjá börnum og unglingum eiginleika sem búa þau undir lífið, hæfileika sem hjálpa þeim að ná árangri í lífinu og að takast á við þær áskoranir og hindranir sem lífið hefur óhjákvæmilega í för með sér. Íþróttir eru frábær vettvangur … Halda áfram að lesa: Foreldrar eru lykilleikmenn

Hvað er andlegur styrkur?

Það er farið að verða almenn vitneskja innan íþróttahreyfingarinnar að andlegur styrkur sé einn allra mikilvægasti þátturinn í árangri í íþróttum, ef ekki sá mikilvægasti. Það ríkir hins vegar enn ákveðinn misskilningur um eðli andlegs styrks og hvort hægt sé að byggja hann upp. Íþróttafólk virðist fast í þeirri trú að andlegur styrkur sé að mestu leiti meðfæddur eiginleiki sem sveiflist á tilviljanakenndan hátt eftir … Halda áfram að lesa: Hvað er andlegur styrkur?

Ert þú með skotheldan Core styrk?

Í heimaæfingum er eðlilega mikið álag á miðsvæðið. Margir þekkja heilan haug af góðum og krefjandi kviðæfingum og hamast í þeim en það þarf líka að hugsa um heildarmyndina og þjálfa alla þá þætti sem hafa áhrif á core styrk. Ég hef skifað nokkra aðra pistla um core þjálfun og þið sem hafið lesið þá, vitið að core er ekki bara kviður og mjóbak. Við … Halda áfram að lesa: Ert þú með skotheldan Core styrk?

Vertu þinn eigin þjálfari: horfðu, og lærðu!

Þegar Lars Lagerback þjálfaði íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu þá benti hann leikmönnum landsliðsins á að hver og einn leikmaður væri aðeins um eina mínútu með boltann í hverjum leik, og því skipti miklu máli hvað leikmennirnir gerðu á vellinum þegar þeir væru ekki með boltann, allar hinar 89 mínúturnar. Til þess að ná árangri í boltaíþróttum, eins og fótbolta, er því mikilvægt að þjálfa með … Halda áfram að lesa: Vertu þinn eigin þjálfari: horfðu, og lærðu!

Covid-19 kennir naktri konu að spinna

Covid-19 er óværa sem er að setja líf okkar úr skorðum á hátt sem við höfum ekki upplifað áður. Faraldurinn hefur valdið kvíða hjá mörgum í samfélaginu, fólk er að missa vinnuna, hann hefur tekið af okkur skemmtanir og íþróttakappleiki tímabundið og hann hefur knúið mörg okkar til að vinna, stunda nám og hreinlega lifa á annan hátt en við höfum vanið okkur á og … Halda áfram að lesa: Covid-19 kennir naktri konu að spinna

Klósettpappír og ketilbjöllur

Á þessum fordæmalausu tímum þá keppast landsmenn við að hamstra bæði klósettpappír og ketilbjöllur en hver meðalfjölskylda er búinn að breyta bílskúrnum sínum í æfingastöð með tilheyrandi búnaði. Heyrði ég í vikunni að róðrarvélar og þrekhjól væru uppseld hjá heildsala hér í bæ sem sérhæfir sig í búnaði fyrir líkamsræktarstöðvar, von væri á 120 róðrarvélum og eitthvað álíka af hjólum í næstu viku með gámi … Halda áfram að lesa: Klósettpappír og ketilbjöllur

En…hvað getur þú?

Ef maður eyðir smá tíma með þýskum knattspyrnuþjálfurum tekur maður eftir áhugaverðu menningarfyrirbæri sem heitir “aber”. Það heyrist oftast í lok setninga sem eru eiga að vera hrós. Eins og til dæmis, “já hann Manuel Neuer er stórkostlegur markmaður, … aber”. Neuer hefur nefnilega unnið allt sem hægt er að vinna og spilað í áraraðir í einu besta liði heims. Hann hefur orðið heimsmeistari og … Halda áfram að lesa: En…hvað getur þú?

Ráð fyrir íþróttamenn

Það er heimsfaraldur, íþróttalíf liggur niðri og það er ekkert vitað hvenær það kemst aftur af stað. Sumir íþróttamenn vita ekki hvort að tímabilinu þeirra sé lokið eða ekki og aðrir vita ekkert hvort tímabilið þeirra byrji á réttum tíma.  Ekkert er vitað hvort stórmót verða næsta sumar og jafnvel þótt að að búið sé að gefa út að Ólympíuleikar verði haldnir eftir plani blasir … Halda áfram að lesa: Ráð fyrir íþróttamenn

Það mikilvægasta sem við getum kennt börnunum okkar

Það er líklega fátt sem hefur eins mikil áhrif á árangur okkar og hamingju og hugarfarið sem við búum yfir. Hugarfar okkar hefur áhrif á það hvernig við tökumst á við mótlæti, hvernig við bregðumst við þeim mistökum sem við gerum, hvaða verkefni við ákveðum að takast á við  í lífinu og hvernig við tökumst á við þau verkefni. Carol Dweck,  prófessor í sálfræði, er … Halda áfram að lesa: Það mikilvægasta sem við getum kennt börnunum okkar