Podcast – Birgir Leifur Hafþórsson – fyrrum atvinnu kylfingur

Birgir Leifur Hafþórsson hefur sjö sinnum verið Íslandsmeistari í golfi, þá hélt hann þátttökurétti á Evrópsku mótaröðinni og sigraði áskorendamótaröð Evrópu. Birgir Leifur fer yfir hvernig hann byrjaði og hvað hann hefur lært af sínum ferli. Þá ræðir hann hugarþjálfun og hvernig hann sá fyrir sér hringina, hvaða triggera hann notaði til að komast aftur í gírinn, hvernig hann æfði og hvernig var að keppa … Halda áfram að lesa: Podcast – Birgir Leifur Hafþórsson – fyrrum atvinnu kylfingur

Stöðugleiki

Það er oft talað um stöðugleika í íþróttum og þá sérstaklega í þolíþróttum. Þessi pistill fjallar örstutt um hvað það þýðir að halda stöðugleika í æfingum og af hverju það er svona mikilvægt. Consistency is key Þrátt fyrir að mér finnist ekkert sérstaklega skemmtilegt að sletta á ensku þá er þessi fyrirsögn mun betri en „lykillinn leynist í stöðugleikanum“ eða „stöðugleiki er styrkur“. Væri alveg … Halda áfram að lesa: Stöðugleiki

Podcast – Ólympíuhópur 26. apríl

Ólympíuleikarnir í París hefjast 26. júlí, en aðeins einn íþróttamaður hefur náð lágmörkum, en það er sundmaðurinn Anton Sveinn McKee.Í Ólympíuhóp ÍSÍ eru 13 íþróttamenn, en það eru þau sem eru að stefna á Ólympíuleikana. Í þessum þætti þá ræddi Silja við Baldvin hlaupara, Thelmu fimleikakonu, Guðlaugu Eddu þríþrautakonu og Guðna Val kringlukastara um hvernig gengur að komast á Ólympíuleikana, hvað er framundan og fleira. Hvetjum ykkur til að styðja við íþróttafólkið okkar. … Halda áfram að lesa: Podcast – Ólympíuhópur 26. apríl

Podcast – Logi Geirsson – silfurhafi á Ólympíuleikunum

Logi Geirsson er handknattleiksmaður uppalinn í FH, lék með Lemgo í 6 ár, var í silfurliðinu á á Ólympíuleikunum 2008 í Peking og bronz liðinu á EM 2010.  Logi ræðir  hvernig hann setti sér markmið og náði þeim, þá ræðir hann hvað hugarfarið skiptir miklu máli hjá íþróttafólki og visualization, hann segir frá því þegar hann tók útihlaupin upp í rúmi. Hvernig á að tækla … Halda áfram að lesa: Podcast – Logi Geirsson – silfurhafi á Ólympíuleikunum

Podcast – Kári Steinn Karlsson – hlaupari og Ólympíufari

Kári Steinn Karlsson keppti í Maraþoni á Ólympíuleikunum 2012 í London, en það var hans þriðja maraþon frá upphafi. Hann á 17 virk Íslandsmet ennþá í dag, en hefur aldrei orðið Íslandsmeistari í maraþoni.  Kári Steinn er aðeins byrjaður að hlaupa aftur og setti meðal annars brautarmet í hlaupi 2023.  Kári fór í háskólann Berkeley í California, en þar var hlaupamenningin öðruvísi. Þá ræðir hann … Halda áfram að lesa: Podcast – Kári Steinn Karlsson – hlaupari og Ólympíufari

Podcast #8 Tinna Jökulsdóttir – Sjúkraþjálfari + Fókus þjálfun

Tinna Jökulsdóttir er sjúkraþjálfari í Sporthúsinu og eigandi Fókus þjálfunar. Tinna kemur úr handboltanum og er meðal annars sjúkraþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta.  Hvað er fókus þjálfun? Þetta eru æfingar sem snúa að meiðslafyrirbyggjandi þáttum ásamt því að auka við færni hvers og eins leikmanns. Lögð er áhersla á liðkun, hreyfiteygjur, líkamsbeytingu, snerpu og samhæfingar þjálfun. Einnig er farið í jafnvægis- og styrktaræfingar þar sem unnið … Halda áfram að lesa: Podcast #8 Tinna Jökulsdóttir – Sjúkraþjálfari + Fókus þjálfun

Podcast #7 Helgi Valur Pálsson – Íþróttasálfræðingur

Helgi Valur Pálsson er íþróttasálfræðingur og deilir með okkur leiðum til að fá sem mest út úr íþróttunum (og lífinu). Helgi Valur æfði knattspyrnu á sínum yngri árum en glímdi við meiðsli sem hafði áhrif á hans feril. Helgi Valur ákvað að snúa sér að íþróttasálfræði þar sem hann vildi aðstoðað annað íþróttafólk í sínum meiðslum.  Helgi Valur fer um víðan völl og talar meðal … Halda áfram að lesa: Podcast #7 Helgi Valur Pálsson – Íþróttasálfræðingur

Podcast #5 Dwight Phillips Part 1+2 – Heims- og Ólympíumeistari

Dwight Phillips er fyrrum Ólympíu- og Heimsmeistari í langstökki.  Dwight sigraði Ólympíuleikana 2024 í Athens, þá hefur hann fimm sinnum orðið Heimsmeistari í langstökki. Við fórum yfir ferilinn hans, ræddum stórmótin, hvað gekk vel og hvað gekk illa, hann segir frá mistökunum sem hann gerði og fer yfir það hvernig það er að keppa á stærstu sviðunum. Þá ræðir hann einnig hvernig hann hafði trú … Halda áfram að lesa: Podcast #5 Dwight Phillips Part 1+2 – Heims- og Ólympíumeistari

Podcast #4 Sólveig Þórarinsdóttir – sjúkraþjálfari

Sólveig Þórarinsdóttir er sjúkraþjálfari hjá Sjúkraþjálfun Íslands. Sólveig æfði knattspyrnu á sínum yngri árum en meiðsli settu strik í hennar feril og nú brennur hún fyrir því að fyrirbyggja meiðsli ungs íþróttafólks. Sólveig talar um rannsóknir á konum og körlum í knattspyrnum (p.s. prósentan er sjokkerandi), en konur eru ekki litlir karlar. Hún talar um FITTOPLAY.ORG þar sem hægt er að finna fyrirbyggjandi æfingar fyrir … Halda áfram að lesa: Podcast #4 Sólveig Þórarinsdóttir – sjúkraþjálfari

Podcast: #3 Arnar Gauti „Lil Curly“ – Áhrifavaldur og eigandi Happy Hydrate

Arnar „Lil Curly“ er þekktur á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem hann hefur yfir milljón fylgjenda. Í dag starfar hann sem “vítamín sölumaður” eins og hann orðar það, ásamt því að sinna fleiri verkefnum.  Arnar ræðir um áhrifavalda heiminn og segir að núna sé besti tíminn til að vera áhrifavaldur á TikTok. Hann ræðir “tips and tricks” á samfélagsmiðlunum og hvað eykur líkurnar á samstarfi með … Halda áfram að lesa: Podcast: #3 Arnar Gauti „Lil Curly“ – Áhrifavaldur og eigandi Happy Hydrate

Podcast: #2 Elísa Viðarsdóttir – Næringarfræðingur og knattspyrnukona

Elísa Viðarsdóttir hefur leikið knattspyrnu frá unga aldri og á yfir 50 landsleiki meðal annars á stórmótum. Elísa starfar sem næringarfræðingur hjá Heil Heilsumiðstöð.  Elísa ræðir um næringu íþróttafólks, hvernig er hægt að skipuleggja sig og skapa sér betri rútínur þegar kemur að næringu í kringum æfingar og keppnir. Elísa fer yfir það hvað íþróttafólk getur gert betur þegar kemur að næringu. Elísa gefur okkur … Halda áfram að lesa: Podcast: #2 Elísa Viðarsdóttir – Næringarfræðingur og knattspyrnukona

Podcast: #1 Ragga Ragnars Ólympíufari og leikkona

Ragnheiður Ragnars hefur farið tvisvar sinnum á Ólympíuleikana, árin 2004 og 2008. Eftir að hafa upplifað Ólympíudrauminn og eignast barn þá sneri hún sér að næsta draum, að gerast leikkona. Uppáhalds þættirnir hennar voru the Vikings og hún setti stefnuna þangað, nokkrum árum síðar var hún Gunnhild í the Vikings frá 2018-2020. Ragga segir okkur frá verkefnunum sem hún er að vinna í, hvað hún … Halda áfram að lesa: Podcast: #1 Ragga Ragnars Ólympíufari og leikkona

Markmið í íþróttum: 5 hlutir sem þú þarft að vita

Árangur næst aldrei af tilviljun. Engin íþróttamanneskja hefur komist í landslið eða náð allt í einu afburðaárangri óvart. Árangur er alltaf afrakstur mikillar vinnu, yfir langan tíma, sem sprettur af mjög einbeittri sýn þinni á það sem þig langar að afreka. Þessi sýn er í daglegu tali kölluð “Markmið” og hér verður fjallað um 5 hluti sem þú þarft að vita um markmið í íþróttum … Halda áfram að lesa: Markmið í íþróttum: 5 hlutir sem þú þarft að vita

Klefinn 2.0

Fyrir nokkrum árum opnaði Klefinn með það markmið að búa til vettvang fyrir íþróttafólk sem stefndi á Ólympíuleikana 2020. Þá var markmiðið að búa til vettvang fyrir tilvonandi Ólympíufara, gera þau sýnilegri og hjálpa þeim að fá styrki sem auðveldaði þeim að eltast við ÓL drauminn. Loftið fór því miður úr Klefanum þegar Ólympíuleikunum var frestað vegna covid. Reglulega höfum við fengið fyrirspurnir um hvað … Halda áfram að lesa: Klefinn 2.0

Ástríða – lyk­ill að vel­gengni

Rann­sókn­ir sýna fram á mik­il­vægi ástríðu þegar kem­ur að því að skara fram úr. Þegar við skoðuðum nokkra af fremstu ein­stak­ling­um í heim­in­um á sínu sviði fund­um við út að bak við gíf­ur­lega mikla vinnu/þ​jálf­un á sviðinu voru nokkr­ir þætt­ir sem er hægt að kalla sál­fræðilega hæfi­leika (e. resources). Þætt­irn­ir voru ástríða, þraut­seigja (e. grit) og grósku­hug­ar­far (e. growth mind­set). Þar fyr­ir utan var góður … Halda áfram að lesa: Ástríða – lyk­ill að vel­gengni

Takmarkanir foreldrahlutverksins

Í síðasta pistli var hlutverk foreldra í íþróttaiðkun barna gert að umræðuefni. Eins mikilvægt og það er að foreldrar séu með á hreinu hvað þeirra hlutverk felur í sér, er ekki síður mikilvægt að foreldrar átti sig á og virði takmarkanir hlutverksins. Því eins og í góðu liði er lykilleikmanninum ekki ætlað að leysa öll hlutverkin í liðinu, þvert á móti er mikilvægt að lykilleikmaðurinn … Halda áfram að lesa: Takmarkanir foreldrahlutverksins

Hjólaþrif að hætti Ingvars Ómars

Það jafnast ekki á við að fara út að hjóla á ný þrifnu og hreinu hjóli. Kanntu að þrífa hjólið almennilega? Ingvar Ómars atvinnu hjólreiðamaður tók saman frábært video og sýnir okkur réttu handtökin við að þrífa hjólið. Nú þegar svona margir eru að taka þátt í Hjólað í vinnuna þá mælum með að þið horfið á og prófið svo að dekra við hjólin á … Halda áfram að lesa: Hjólaþrif að hætti Ingvars Ómars

Bættu stökkkraftinn með þessari aðferð

Það er auðvelt að verða hugmyndasnauð/ur þegar maður hefur ekki aðgengi að líkamsræktarstöðvum og öllum búnaði sem þar býðst. Stökkkraftur er eitthvað sem allt íþróttafólk vill bæta og mun vafalaust ekki draga úr afköstum hjá neinum. Um að gera að leggja áherslu á að bæta þennan þátt, á skynsaman hátt auðvitað. Plyometrics er þjálfunaraðferð sem flestir sem hafa einhvern áhuga á styrktarþjálfun íþróttafólks hafa heyrt … Halda áfram að lesa: Bættu stökkkraftinn með þessari aðferð

Foreldrar eru lykilleikmenn

Stóri tilgangur íþróttaiðkunar barna og unglinga er að búa til öfluga einstaklinga, kenna og þjálfa upp hjá þeim ákveðna lífsfærni. Hlutverk íþrótta er að rækta hjá börnum og unglingum eiginleika sem búa þau undir lífið, hæfileika sem hjálpa þeim að ná árangri í lífinu og að takast á við þær áskoranir og hindranir sem lífið hefur óhjákvæmilega í för með sér. Íþróttir eru frábær vettvangur … Halda áfram að lesa: Foreldrar eru lykilleikmenn

Hjólaðu af stað inn í sumarið

Núna ætla Íslendingar að fara út að hjóla! Hjólasala hefur aukist síðustu vikurnar og núna er átakið Hjólað í vinnuna að hefjast 6. maí. Það er að mörgu að huga að þegar kemur að hjólreiðum og fengum við Ingvar Ómarsson afreksmann í hjólreiðum til að taka saman hvað er gott að hafa í huga. Hjálmurinn Það þarf að passa að hjálmurinn sé rétt stilltur á … Halda áfram að lesa: Hjólaðu af stað inn í sumarið