“Klefinn.is – samfélag íþróttafólks sem leggur metnað sinn í að ná sem bestum árangri í sínu fagi og deilir því með okkur hinum.”
Hópurinn samanstendur af íþróttamönnum úr ýmsum íþróttagreinum sem stefna langt og taka höndum sama í að miðla reynslu og þekkingu sinni með okkur hinum á Klefinn.is. Ásamt íþróttamönnum verður fjöldinn allur af gestapennum tengdum íþróttum sem gefa lesendum Klefans innsýn inn í sinn þekkingargrunn.
Klefinn veitir því öllum þeim sem hafa áhuga á hreyfingu, íþróttum og að ná árangri tækifæri á að læra af reynslumiklum aðilum. Á sama tíma gefst íþróttamönnum tækifæri í samstarfi við Klefann að bjóða styrktaraðilum þjónustu í formi auglýsinga á Klefinn.is. Með þessu veitir Klefinn íþróttamönnum í fremstu röð tækifæri á að koma sér á framfæri gagnvart styrktaraðilum á meðan þau eltast við að ná sínum besta árangri.
“Kill them with success and bury them with a smile.”
Usain Bolt
“If you want to be the best, you have to do things that other people aren´t willing to do.”
Michael Phelps
“There are no shortcuts to success.”
Annika Sorenstram
Gerum eitthvað stórkostlegt saman!
Klefinn.is veitir fyrirtækjum og styrktaraðilum virðisaukandi markaðstækifæri í samráði við íþróttafólkið sem setur stefnu hátt.