Í janúar kom út bók í Noregi með þema hverjir verða framúrskarandi í ritstjórn undirritaðs. Meðal efnis í bókinni eru greinar eftir Ericsson, einn fremsta fræðimann heims á sviði sérfræðiþekkingar, Henrik Carlsen, sem skrifar um son sinn, skákmeistarann Magnús Carlsen, Viðar Halldórsson og Þórólfur Þórlindsson sem skrifa um íslenska íþróttaævintýrið og viðtal við Liv Grete Skjelbreid, margfaldan heimsmeistara í skíðaskotfimi. Ég á grein í bókinni um framúrskarandi einstaklinga eins og Charles Darwin, Hans Christian Andersen og Zlatan Ibrahimović. Einnig fjallar kaflinn um fræðilegt módel sem byggist á þeim þáttum sem rannsóknir sýna að séu mikilvægir til þess að ná framúrskarandi árangri. Þessir þættir eru eftirfarandi (sjá mynd):

Þættir sem eru mikilvægir til að verða framúrskarand

Fókuseruð þjálfun (Training with focus)

Til að verða framúrskarandi á sínu sviði komumst við ekki hjá mikilli fókuseraðri þjálfun yfir langan tíma. Rannsóknir sýna fram á mikilvægi þess að hafa klár markmið, markvissa þjálfun, eftirfylgni og góða kennara/þjálfara. Einnig er gífurleg sérhæfing í færni – og þekkingarþróun. Hin einföldu sannindi eru að það þjálfast sem er æft!

Ástríða (Passion)

Að hafa ástríðu og mikinn áhuga fyrir sviði/þema/færni sem maður vill ná árangri í er mjög mikilvægt. Hægt er að skil­greina ástríðu sem mikla löng­un/​vilja til að verða betri eða ná ár­angri á vissu sviði (e. passi­on for achievement). Ef við sjá­um fyr­ir okk­ur ör af vissri stærð þá hef­ur hún stefnu, styrk og stærð. Það er hægt að segja að ástríða gefi einstaklingum þann fókus sem er nauðsynlegur til að ná sínum markmiðum.

Þrautseigja (Grit)

Duckworth skilgreinir þrautseigju sem það að hafa gott úthald og ástríðu til að vinna að sínum langtímamarkmiðum. Þrautseigja hefur háa fylgni við samviskusemi og viljastyrk þannig að það að gefast aldrei upp tengist klárlega hárri þrautseigju. Eins og máltakið segir, trúin flytur fjöll.

Hugarfar grósku (Growth mindset)

Það má segja að grósku hugarfar sé trú á eigin getu og möguleika. Grósku hugarfar hefur sýnt sig að vera einn af lyklunum fyrir árangur.

Grósku hugarfar er sennilega undirliggjandi þáttur fyrir þrautseigju og ætti að vera alltumlykjandi í okkar samfélagi. Bæði innan veggja fjölskyldunnar, í skólastarfi og íþróttastarfi.  

Eftirfylgni (Follow up/significant others)

Einn af lykilþáttum er eftirfylgni. Það er að segja að við höfum góðan kennara, þjálfara eða mentor sem fylgir okkur eftir. Eitt af lykilhlutverkum mentors er að skilja hvar einstaklingurinn stendur miðað við færni/þekkingu, til að hann geti gefið réttar áskoranir. Til þess að geta gefið réttar áskoranir þarf mentorinn sjálfur að vera með mikla þekkingu á því færni sviði.

Hans Chrstian Andersen, Charles Darwin og Zlatan Ibrahimovic höfðu það sameiginlegt að ná árangri þrátt fyrir erfiðleika og félagslega stöðu. Það sem er líka sameiginlegt með þeirra sögu er mikil vinna yfir langan tíma. Þeir höfðu mikla ástríðu, þrautseigju, grósku hugarfar og ekki síst góða mentora. Það sáum við líka klárlega í öðrum afreksmönnum sem við ræddum við eins og Liv Grete Skjelbreid, heimsmeistara í skíðaskotfimi og Katríni Tönju, Crossfit meistara. 

Hermundur Sigmundsson
Prófessor við Háskólann í Reykjavík og Norska tækni – og vísindaháskólanum í Þrándheimi.
Email: hs@ru.is

This div height required for enabling the sticky sidebar
Ad Clicks : Ad Views : Ad Clicks : Ad Views : Ad Clicks : Ad Views :