Anton á 20. besta tímann í heiminum

Anton Sveinn McKee keppti um helgina á Pro Swim Series í Knoxville. Í gær náði hann frábærum árangri í 100m bringusundi, sjá grein “Anton endaði í 2. sæti á sterku móti í Knoxville“.

Anton keppti á laugardeginum í 200m bringusundi og varð þriðji inn í úrslitin á tímanum 2:15.61.

Í úrslitasundinu synti hann á 2:11.34 og hafnaði í 2. sæti. Þetta er frábær byrjun á Ólympíuári. Anton á núna 20. besta árangurinn í 200m bringusundi á þessu ári sem er frábær árangur.

Anton tryggði sér farseðil inn á Ólympíuleikana á Heimsmeistaramótinu í sumar þegar hann synti á tímanum 2:10.32, en hann á best 2:10.21 síðan HM 2015.

Nú hefur Anton lokið keppni á þessu móti og leggur af stað heim til Íslands þar sem hann mun keppa á RIG næstu helgi í 50m, 100m, og 200m bringusundi.

Við hvetjum ykkur til að fjölmenna á RIG leikana.