Anton Sveinn McKee keppti á sínu fyrsta móti á Ólympíuárinu, en Anton Sveinn er sá eini sem hefur nú þegar náð lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Tokyo sem hefjast í júlí.  

Hann dvelur nú í Virginia í Bandaríkjunum þar sem hann býr og æfir stíft í góðum hóp afreksmanna þar. 

Anton keppti á Pro Swim Series í Knoxville, Tennessee sem er sterkt sundmót í Bandaríkjunum.

Hann keppti í 100m bringusundi þar sem hann náði inn í úrslit með 4 besta tímann. Tíminn hans var 1:01.66 en þess má geta að hann á best 1.00.32 í 100m bringusundi.

Í úrslita sundinu synti Anton á 1:00.65 og hafnaði í 2 sæti. Þó svo að Anton sé búinn að tryggja sér sæti á Ólympíuleikana þá var þessi tími undir B lágmarkinu sem sýnir að hann er í fantaformi og klár í gott sund ár. 

Það verður gaman að fylgjast með honum á RIG leikunum næstu helgi í Reykjavík. 

This div height required for enabling the sticky sidebar
Ad Clicks : Ad Views : Ad Clicks : Ad Views : Ad Clicks : Ad Views :