Ég er búin að bæta mig verulega síðustu ár í upphitun fyrir keppni og æfingar. Það er svo mikilvægt!!! Ef þú pælir í því, við verðum að koma líkamanum í tilbúið ástand til að halda ákveðnum stöðugleika.
Ef við værum hljóðfæraleikarar væri rökrétt að byrja á því að stilla hljóðfærið áður en við byrjum að spila. Annars sama hversu vel við hittum á tónana, þá hljóma þeir falskir.
Upp á hótelherbergi rúlla ég bak, mjaðmir og fætur. Mikilvægt fyrir mig í upphitun er að teygja á psoas vöðvanum. Hann á það til að stífna hjá mér og ef hann er orðinn of stífur á ég erfitt með snúning og tímasetningu. Svo teygi ég til að fá snúning upp á bakið.

Þegar ég er komin útá völl og byrja á æfingasvæðinu geri ég svo stutta upphitun sem sjúkraþjálfarinn minn Baldur skipar mér að gera 🙂 Tilgangurinn hérna er að vekja vöðvana til lífsins. Ég geri spark teygjur, squats, liðka snúning og svo nokkrar líkamsstöðuæfingar með bandi.



Voila… Instrument tuned ☑️
Hitar þú alltaf upp? Endilega taggaðu mig á instagram og leyfðu mér að sjá.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
IG: @olafiakri