Hvíldardagur

Hvíldardagar eru jafn mikilvægir og fullir æfingadagar hjá mér. Þess vegna langar mig að gefa ykkur innsýn inn í týpískan hvíldardag hjá mér. Þríþraut er mikil úthaldsíþrótt og það gerist mjög sjaldan að ég fái algjöran hvíldardag, en það þýðir að ég þurfi ekki að fara á neina æfingu allan daginn. Flesta hvíldardaga æfi ég 1-2x, en mjög rólega. Síðan nýti ég daginn í endurheimt, en það geri ég með því að stunda yin yoga, hugleiðslu, nudd og næringaríkan mat. Hér er týpískur rólegur dagur/hvíldardagur hjá mér:

Á hvíldardögum þá leyfi ég mér að sofa út með góðri samvisku, stilli ég enga vekjaraklukku og dúlla mér á fætur.

Sundæfing 10:00-11:00

Létt sundæfing með fókus á að ná þreytu úr líkamanum. Ég fer á þeim hraða sem ég vil, svo lengi sem það er nógu hægt. Effortið á ekki að vera mikið meira en 2-3 á effortskalanum 1-10. Æfingin er mjög einföld:

6×400
1-3: 100 skrið/50 fætur/50 drillur x2
4-6: 400 straight með stóra spaða, kút og ökklaband

Hlaupaæfing 14:00-14:40

40mín létt skokk. Mér finnst best að gera þessa æfingu ein, þá get ég stjórnað algjörlega effortinu og hraðanum sjálf. Ef ég er extra þreytt þá hægi ég vel á mér, það skiptir í raun ekki öllu máli á hvaða hraða þessi æfing er, svo lengi sem hún er nógu lág í efforti.

Hvíldin skiptir máli!

Þegar ég vaknaði tók ég 20 mín yin-yoga áður en ég borðaði morgunmat. Ég reyndi að nýta restina af deginum í að borða góðan mat, hringja í ástvini og slaka á með gott te. Góður dagur og ég var tilbún fyrir átök næstu daga.

Tekur þú þér hvíldardag?
Guðlaug Edda Hannesdóttir
IG: @eddahannesd

This div height required for enabling the sticky sidebar
Ad Clicks : Ad Views : Ad Clicks : Ad Views : Ad Clicks : Ad Views :