Æfingadagbók: Valdís Þóra #4

Valdís sýnir okkur hér æfingadagbók á keppnisviku, en hún hefur verið úti í Ástralíu síðustu sjö vikurnar að æfa og keppa. Hún skrifaði meðal annars grein um að vera á “keppnis túrnum” sem gefur okkur smá hugmynd um hvernig þetta svona keppnisferðir fara fram hjá golfurum.

Æfingadagbók á keppnisviku

Þegar keppni nálgast, þá raskast æfingarnar í vikunni. Meiri athygli er sett á völlinn sem við keppum á og að koma upp góðu leikskipulagi. Ég reyni að læra sem mest á grínin á vellinum. Það sem ég skoða helst er hvort þau breiki mikið eða lítið, hvort það sé grein í þeim (grein kallast þegar grasið vex í ákveðna átt, oft fylgir það sólinni en stundum getur verið vatn sem það laðast að). Ég reyni að pútta á líklega staði fyrir pinnastaðsetningar í mótinu.

Dæmigerð keppnisvika lítur svona út:

Þriðjudagur: Góð upphitun, ég tek æfingahring og tek léttar og stuttar spils æfingar.

Miðvikudagur: yfirleitt 2-3 klst æfingar. Ég legg áherslu á að hafa gott tempó í sveiflunni, vinn í hraðastjórnun á grínin og lestur á breiki í grínunum, og að fá góða tilfiningu í vippunum. Ég tek svo létta rækt og góðar teygjur einnig eftir á.

Fimmtudagur sunnudagur: Mótin eru oft fleiri en einn dagur. Ég tek alltaf ákveðna upphitun fyrir keppni. Eftir keppnina þá slæ ég mig niður (eins og að skokka niður) og fókusa á að bæta það sem betur mátti fara í hringnum. Ég teygji svo vel eftir hringinn.

Þetta er nokkuð gróft plan hvernig keppnisvikan er, enda ekki alltaf eins, en aðdragandinn er alltaf svipaður.

Nú er Ástralíu ferð minni lokið, en næst á dagskrá er Suður Afríka og Sádi Arabía.
Hér er smá pistill sem ég setti á facebook síðuna mína.

Bestu kveðjur
Valdís Þóra 
ig: @valdisthora