Æfingadagur

Tvær æfingar þennan daginn, en markmiðið var að gera æfingarnar eins tæknilega vel og ég gat. Það var svolítið af erfiðum settum á báðum æfingunum en mikilvægast var að gera allt mjög tæknilega rétt. Frekar erfiður dagur en mjög skemmtilegar æfingar báðar tvær. 

Morgunstyrktaræfingin:

Þjálfarinn minn setur æfinguna upp í ákveðnu forriti og þess vegna eru mörg nöfnin á æfingunum á ensku, ef þú vilt skoða þær frekar þá gætirðu googlað nafnið á æfingunni og þá ætti að koma upp útskýringar eða jafnvel myndband.

Upphitunin:

EMOM 9 mínútur (every minute on the minute)
Fyrsta mínútan
25 sek hliðarplanki hvoru megin
Önnur mínútan
10 fram og tilbaka „monster walk“
Þriðja mínútan
10 „single leg glute bridge“

Sett A

  • Jefferson curl þrjár umferðir
  • 6 endurtekningar þar sem ég fór rólega niður og rólega upp
  • Notaði 12 kg ketilbjöllu

Sett B á Core

  • Þrjár umferðir með 30 sek í hvíld á milli af:
  • 8 „GHD side crunch reps“ á bæði hægri og vinstri hlið. Hægar hreyfingar
  • 12 „face pull ups“ í hringjum
  • 12 „walk outs“ stoppa í 2 sek í hvorri stöðu

Sett C

6 umferðir

  • 16 cal assault bike
  • 5 burpees
  • Hvíla í 2 mínútur
  • 16 cal assault bike
  • 10 russian swing með 16 kg – sprengikraftur
  • Hvíla 2 mínútur

    Í þessu setti á að fara eins hratt og hægt er á hjólinu og fara svo beint í æfinguna sem kemur eftir á og vanda sig við að gera þær vel og rétt.

Teygjur og slökun eftir æfinguna

Kvöldsundæfing

Upphitun

  • 400m skriðsund
  • 8x50m baksund
  • 400m flugsund/bringusund skipta hvern 25m
  • 8x50m skriðsund

Æfingin

Fótasett
400m aðalsund fætur (15m hratt-35m stór fótatök)

Sund með spöðum og millifótakút
400m skriðsund þar sem fókusinn er að gera eins löng og sterk tök og hægt er

Hratt sett
8x50m MAX staða á @3:30

Sund með froskalöppum og spöðum
600m (50m skriðsund + 25m baksund)

Hratt sett
8x25m MAX staða á @2:00

Niðursund með froskalöppum
800m frjálst rólega. Ná púlsinum niður og finna þreytuna minnka í vöðvunum. 

Þetta var góður æfingadagur og gekk vel, ég var ánægð með tæknina áherslur dagsins og get merkt við “success”.

Gangi þér vel á þínum æfingum, og ekki gleyma að fókusa á tæknina!

Eygló Ósk
IG: @eyglo95

This div height required for enabling the sticky sidebar
Ad Clicks : Ad Views : Ad Clicks : Ad Views : Ad Clicks : Ad Views :