Hark júdómanns að ÓL

Klifur upp listann

Vegferð Júdómannsins í ná þáttökuréttindum inn á Ólympíuleikana er tölurvert frábrugðið öðrum greinum. Íslensku júdómennirnir þurfa að ferðast um allan heim til að ná í vinningspunkta sem færa okkur upp heimslistann. Þau lönd sem enda með hæðstu punktana í hverjum þyngdarflokki fyrir sig fá þáttökurétt. Í júdó eru 14 þyngdaflokkar, 7 í karla og 7 í kvenna og fá 18 efstu í heiminum sjálfkrafa inngöngu. Hins vegar er einungis einn frá hverri þjóð sem fær þátttökurétt, svo þetta er nokkuð snúið.

Eftir þessa öruggu 18 á heimslistanum er sérstakur Evrópukvóti, ég stefni á að ná að komast inn á leikana, en þá þarf ég að vera í topp 35 ca. á Evrópulistanum til að eiga séns. Glugginn er virkilega þröngur og þarf ég að keppa mikið á þessu ári til að eiga möguleika. Þessi barrátta mun enda í lok maí, en þá mun glugginn lokast.

Á ferð og flugi 2019

Árið 2019 eltist ég við þessa punkta og flaug þvers og kruss um heiminn. Í gamni mínu tók ég saman öll þau lönd sem ég fór í keppnis- og æfingaferðir og voru þau 20 talsins og var samtals 160 daga á ferðalagi á árinu. Á stuttu tímabili flaug ég til Abu Dhabi til að keppa á heimsbikarmóti og heim til Íslands. Íkjölfarið flaug ég til Ástralíu í keppni og þaðan til Japans í æfingabúðir 2 vikur. Eftir þaðtil Hong Kong í keppni og aftur til Japans og svo loks heim til Íslands , allt þetta á einum og hálfum mánuði.

Mikilvægt að halda fókus

Pressan er augljóslega mikil, allt þarf að ganga upp. Þyngdin þarf að vera í lagi, hugurinn og ástandið á líkamanum ásamt því að passa þarf vel upp á öll meiðsl. Eins þarf að æfa vel, lágmark tvisvar á dag. Mikilvægast er að ná árangri og vinna glímur svo punktarnir komist í hús og í júdóglímu getur allt gerst frá og með fyrstu sekúndu. Ef þér er fleygt á bakið sem kallast Ippon er það eins og rothögg í boxi og þá er glíman búinn, nánar um Ippon síðar.

Ég er núna ný kominn úr æfingaferð þannig að utanlandsferðirnar eru byrjaðar og ég er grimmur í að ná markmiðum mínum á þessu ári, ÓL í Tokýó 2020.

Takk fyrir að lesa og fylgjast með.
Sveinbjörn Jun Iura
@sijura