Hvernig get ég borðað til að auka orkuna við æfingar eða keppni?

Algeng spurning á meðal íþróttamanna er hvað get ég borðað til þess að auka orkuna við æfingar eða keppni? Flestir eru að reikna með því að ég sé með töfraefnið við hendina í einhverskonar fæðubótarefni sem tryggir þeim næga orku inn í æfingar eða keppni. Því miður er lausnin ekki svo einföld. Það er ekkert fæðubótarefni eins öflugt og hreinn matur.

Í gegnum árin hefur verið ofurtrúa á orkudrykkjum sem innihalda B-vítamín í þeirri trú á að þeir geti aukið orkuna í kring um æfingar eða keppni. Sannleikurinn í kring um þessa ofurtrú er sá að B-vítamín hjálpar til við að breyta glúkósa yfir í ATP (orku), vegna þess gæti verið gagnlegt að borða nægilega mikið magn af kolvetnum samhliða matvælum sem innihalda B-vítamín.

B-vítamín má finna í eftirfarandi (ekki tæmandi):

·       Heilkorni (Brún hrísgrjón og bygg)
·       Kjöti (rautt kjöt og fiskur)
·       Egg og mjólkurvörum (mjólk og ostur)
·       Baunum og linsum
·       Hnetum og fræum
·       Dökku grænmeti (brokkólí og spínat)
·       Ávöxtum (sítrus ávextir, avocado og bananar)

Kolvetni er mikilvægasti orkugjafi íþróttamanna og því er mikilvægt að síðasta máltíð fyrir æfingu eða keppni sé kolvetnarík.

Kolvetni má finna í eftirfarandi (ekki tæmandi):

·       Brauð
·       Pasta
·       Hrísgrjón
·       Kartöflur
·       Ávextir og grænmeti

Að ganga á orkuna sem íþróttamaður í lengri tíma án þess að borða eða jafnvel borða vitlaust ef æfingaálagið er mikið hefur áhrif á orkustigið í líkamanum. Að borða mat sem inniheldur trefjar og prótein mun hjálpa til við að halda orkunni stöðugri í lengri tíma. Hafragrautur, fitulítið jógúrt, heilhveitibrauð, hnetur, ávextir og grænmeti er dæmi um matvæli sem gott er að borða milli mála til að halda orkunni í jafnvægi yfir daginn.

Höfum það í huga að þegar við byggjum hús þarf grunnurinn að vera sterkur og stöðugt til þess að húsið haldi. Áður en íþróttamenn halda af stað í fínpússun á mataræðinu þá þarf grunnurinn er vera góður. Tryggjum Fjölbreytt fæði til að byggja upp og halda sér við, blanda af próteinum, kolvetnum, fitu, steinefnum og vítamínum. Nægt magn það er ekki nóg að huga að samsetningu fæðunnar heldur þarf að passa upp á að borða nægilega mikið magn í samræmi við þarfir.

Takk fyrir Elísa Viðarsdóttir
BS í næringafræði og meistaranemi í næringafræði með áherslu á íþróttir.
FB: elisavidars
IG: @elisavidars