Hvað getur þú gert til að hlaupa hraðar?

Silja Úlfars er fyrrum afrekskona í sprett- og grindarhlaupi þar sem hún var fremst í flokki í áratug. Eftir að Silja lagði skóna á hilluna hefur hún unnið að hraðaþjálfun með íþróttamönnum á öllum aldri, á öllum getustigum og í fjölmörgum íþróttagreinum síðustu 12 ár. Í myndbandinu hér að neðan gefur Silja þér nokkrar hugmyndir að því hvað þú getur gert til að bæta hlaupastílinn þinn.

4 ráð til að vinna í hlaupastílnum

  1. Taktu video af þér að hlaupa 
  2. Skoðaðu hvernig þú lendir á fætinum 
  3. Skoðaðu hvort þú “sitjir” þegar þú hleypur
  4. Ruggar þú?

Silja útskýrir þetta betur í video-inu.

Mundu að æfingin skapar meistarann 

Gangi þér vel, velkomið að tagga Silju í hlaupavideoinu þín og hún sendir þér punkta til baka. 

Silja Úlfars
IG: @siljaulfars
FB: https://www.facebook.com/siljaulfars.is/

Velkomið að tagga mig á instagram og ég skal gefa þér punkta (save-aðu videoið alltaf líka) 

Hlaupanámskeið

Silja er alltaf með spretthlaups námskeið – frekari upplýsingar finnurðu á heimasíðunni hennar siljaulfars.is

– Sprett æfingar fyrir 15 ára og eldri 
– Nýliðaæfingar 
– Framhaldsæfingar (fyrir þá sem hafa klárað nýliða námskeiðið)

Næstu námskeið byrja sunnudaginn 16. febrúar.