Til þess að líða sem best í vatninu þegar ég hita upp á mótum og á æfingum sem ég hef nægan tíma, þá tek ég alltaf góða bakkaupphitun (15-20 mín). Bakkaupphitun er eitthvað sem hefur verið partur af rútinunni minni síðan ég var lítill strákur, en eins og margt annað á sundferlinum þá hefur upphitunin breyst mikið og bjó ég nýlega til nýja útgáfu af upphituninni með hjálp Vöku Rögnvaldsdóttur.

Þessi upphitun einblínir á liðleika. Með því að æfa liðleikann, þá bý ég yfir meiri hreyfigetu og þar með möguleika á að búa til kraft í sundtakinu. Einnig eru þessar æfingar valdar til þess að hita upp svæði sem eru líklegust til meiðsla og er því upphitunin fyrirbyggjandi og getur hjálpað að koma í veg fyrir meiðsli. 

Þar sem ég er bringusundsmaður þá eru margar mjaðma- og nárateygjur í upphituninni, en flestar af þessum teygjum eru frábærar fyrir alla sundmenn og aðra íþróttamenn. Ef þú ert ekki kominn með þína eigin upphitun,  þá endilega prófaðu bakkaupphitunina, notaðu það sem þér líður vel að gera og byggðu svo ofaná því til að finna upphitun sem hentar þér. 

Sentu á mig @antonmckee ef þú ert með einhverjar spurningar um bakkaupphitununa eða vilt hjálp með þína eigin. 

This div height required for enabling the sticky sidebar
Ad Clicks : Ad Views : Ad Clicks : Ad Views : Ad Clicks : Ad Views :