Andleg meiðsl

Hefur þú lent í einhverjum meiðslum?” … -Tja, álagsmeiðslum? 

Sem betur fer er ég búin að vera mjög heppin á mínum ferli að díla bara við lítilsháttar líkamleg meiðsli. Oftast eru þau tengd álagi, þannig að þegar ég er dugleg að teygja, gera æfingar og hitta sjúkraþjálfara minnka ég líkurnar á þeim.

Hins vegar klessti ég á vegg andlega fyrir tveimur árum. Eftir mikla keyrslu að keppa, æfa og sinna öðrum verkefnum á hliðarlínunni þá gerðist eitthvað innra með mér. Það er ekki hægt að útskýra “andleg álagsmeiðsli” fyrir fólki sem hefur ekki upplifað þetta. En shit, ég myndi ekki óska versta óvini mínum þetta.

Hvað gerði ég í þessu? Ég reyndi auðvitað að vera jákvæð og sannfæra sjálfa mig um að allt væri í lagi og NÚNA loksins væri ég stigin uppúr þessu… nopes, þetta virkar ekki svoleiðis. Ég er ennþá að klífa það fjall. Ég vil halda ferðinni áfram! Helst taka sem fæst skref afturábak. 

Fyrstu skrefin eru:

  • Viðurkenna að það er ekki alveg allt í lagi
  • Biðja um hjálp
  • Lífsstílsbreyting – fyrir mig meira jafnvægi í dagskrá og ferðalögum

Ég er ennþá að læra. Ég get verið mjög óþolinmóð manneskja, vill verða góð í hlutunum strax! Stundum líður manni eins og maður eigi svo langt í land til að verða aftur 100%. Mikilvægt er að sýna sjálfum sér samúð og kunna að meta hversu langt maður er nú þegar kominn. 

Það sem við lendum í mótar okkur

The setback of today can quickly become the forging blades of greatness for tomorrow. Chop Wood Carry Water by Joshua Medcalf

Gangi þér vel

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
IG: olafiakri

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.