Týpískur vetraræfingadagur á “off season” sem endaði 7. janúar.
Morgunteygjur – byrja daginn á að liðka mig og undirbúa mig fyrir æfingar dagsins.
1 klst 20 mín rækt eftir plani frá einkaþjálfara
- Upphitun og teygjur
- Styrktaræfingar með fókus á að styrkja bakið í heild sinni sem og litlu vöðvana í kringum meiðslin mín. Styrkja axlir og rass. Auka sprengikraft.
- Brennsla í enda æfingar
- Teygjur
45 mín sláttur á mottu þar sem unnið er í tækni í golfsveiflunni. Passa þarf vel upp á að byrja á fleygjárnum og vinna sig upp í lengri kylfur þegar skrokkurinn er orðinn heitur.
1 klst pútt
- Byrja alltaf á að athuga hvort ég sé að “starta boltanum á línu” eða sem sagt staðfesta það að ég sé að pútta þangað sem ég ætla mér og að pútterinn sé beinn þegar ég hitti boltann. Ekki opinn né lokaður.
- Æfingar þar sem ég eyk sjálfstraustið í styttri púttum.
- Lengdarstjórnunaræfingar (erfitt á gervigrasi).
- Enda á að gera einhverja af uppáhalds æfingunum mínum og ná settu markmiði í henni.
1 klst vipp – nóg af endurtekningum til að þjálfa vöðvaminnið og fá góða tilfinningu fyrir hreyfingunni.
Spilaðar 9 – 18 holur í hermi – njóta, njóta og njóta.
Teygjur eftir daginn – stundum hlaup líka, annað hvort interval hlaup eða “skemmtiskokk” til að bæta þol.
Stjórnun á næringu og orku yfir daginn skiptir miklu máli til að nýting á æfingunum verði sem best. Vonandi gefur þetta ykkur hugmynd um hvernig ég stilli upp æfingadeginum mínum. Væri gaman að sjá hvernig þið æfið á offseason – endilega taggið mig í story á Instagram.
Valdís Þór
IG: @valdisthora