Valdís sýnir okkur einn mánudag í janúarhjá sér.
Morgunæfing
Morgunæfingin þennan daginn var hlaupaæfing, en ég endaði á að hlaupa um 3,5 km.
500 m upphitun
4×600 m sprettir með 2-3 mín pásu á milli (ganga eða hvíla alveg)
500 niðurhlaup
Slátturæfing
Það skiptir miklu máli að gera góða upphitun og teygjur, verð að hugsa vel um líkamann og undirbúa hann fyrir æfinguna.
Fleyghögg
Byrja á 40-50m og færa mig hægt og rólega upp í 75m.
Járnahögg
9 járn – 7 járn – 5 járn.
Hugsa um tækniæfingar, betri feril, meira niður á boltann, reyna að slá pull fade með öxlunum.
Teighögg
Velja mér „braut“ á æfingasvæðinu, helst svolítið þrönga, og slá á brautina.
Vippæfing
Nokkrar tækniæfingar í byrjun.
Standa á vinstri til að fá betri kontakt við boltann og betra jafnvægi og fá tilfinningu fyrir lendingarsvæði.
Legg niður 3-4 kylfur með meters millibili, svokallaður stigi, og læt svo boltana lenda í ákveðnu þrepi á stiganum til að fá tilfinningu fyrir hraðanum á grínunum.
Vippa fyrsta boltanum 3-5m, næsti bolti verður að fara aðeins lengra en boltinn á undan. Reyna að ná sem flestum boltum í röð án þess að setja bolta of stutt.
18 holur „up&down“
18 random vipp þar sem ég reyni að ná vipp og einpútti, telja skor.
Púttæfing
Byrja á spegli, athuga uppstillingu, hafa pútterinn hornréttan á stefnu, athuga augnlínu og axlarlínu – 10-15 pútt. Fá tilfinningu fyrir hraðanum á grínunum.
Sama og í vippunum, fyrsti boltinn fer 2-3m og svo næsti bolti aðeins lengra og svo koll af kolli.
3-6-9 feta æfingin – max tvær tilraunir á hverju stigi (líka hægt að setja tímamörk).

Golfæfing dagsins gekk vel, var ánægð með daginn.
Vona að þetta útskýri ágætlega hvernig golfæfing fer fram.
Valdís Þóra
IG: @valdisthora