Æfingar í Japan
Allir Júdomenn sem vilja ná alvöru árangri og ná langt í íþróttinni sérstaklega á Íslandi verða að fara út fyrir landsteinana og æfa. Ég sem Júdómaður hef góða reynslu í því að æfa víðsvegar um heiminn og að mínu mati er Japan besti staðurinn til að æfa júdó og ar kemstu á æfingar sem eru “the next level”, og það mun breyta því hvernig þú lítur á íþróttina.
Krefst undirbúnings
Þetta er samt ekki eins einfalt og menn halda. Virkar ekki alveg þannig að þú kaupir miða, hoppir upp í vél til Japans, æfir og kemur til baka sem betri Júdómaður. Þú þarft að skipuleggja þig vel, vera andlega tilbúin/inn í átök, líkamlega og andlega við mjög stífar æfingar. Ef þú ert ekki klár þá muntu líklegast brotna niður eða meiðast og þá er leikurinn búinn.

Siðir og venjur
Eins þarftu að fara eftir siðum, venjum og reglum sem gilda í glímusalnum. Lögð er mikil áhersla á virðingu, stundvísi og kurteisi ásamt ýmsum siðum sem þú ert ekki vanur hér á Íslandi og getur það oft verið mikið menningarsjokk. Það er líka mikil stigveldi í glímuheiminum svo það þarf að passa vel við hvern þú talar og þá sérstaklega hvernig þú talar við kennara og yfirþjálfara.
Mikill agi og ákafi
Æfingarnar í Japan eru mjög stífar og alvarleikinn og ákafinn í glímusalnum er mjög mikil. Menn eru að glíma að alvöru á öllum æfingum og samkeppnin er svo mikil að það er lítill tími fyrir slökun. Þessi strákar sem æfa þarna eru í háskóla í sérstöku Júdó/íþróttaprógrammi frá 18-22 ára og hafa verið síðan fyrir menntaskóla við stíft æfingaprógramm. Svo þeir lifa í raun fyrir þetta og gera lítið annað. Háskólarnir keppast um að vera númer eitt í Japan og bestu skólarnir í Japan hafa framleitt mjög marga heimsmeis- og Ólympíumeistara. Að mínu mati væri hægt að velja einn góðan Júdómann frá góðum háskóla í Japan sem er ekki sá besti og á góðum degi yrði hann heimsmeistari!
Mikil samkeppni
Ég fékk þau forréttindi að æfa í nokkrum af bestu skólunum í Japan og hef upplifað góða og lærdómsmikla en erfiða reynslu. En til að útskýra í stuttu máli hvernig umhverfið er þá er öllum sama hvort þú gefist upp því það mun bara einhver annar ferskur koma inn í staðinn. Stendur og fellur með þér, gefast upp eða halda áfram því samkeppnin er það mikil.
Hér er til dæmis ein æfingavika í Japan og það sem mér fannst einkenndi við þrek og morgunnæfingarnar í Japan voru hlaup og lappastyrkur en ekki mikið af lyftingum. Þeir háskólar sem ég æfði hjá stunduðu mikið af æfingum í umhverfinu sínu en notuðust ekki mikið við lyftingartæki og tól. Þetta var mjög hrátt og til dæmis voru hverfis tröppurnar eða næsta fjall notað.
Svo einkenndust glímuæfingarnar aðalega á glímu en ekki mikið af tækniæfingum og þeir sem þekkja til þá er ein 5 mín glíma mjög erfið en þarna voru yfirleitt 12 glímur og allir andstæðingarnir voru virkilega færir og góðir sem ég þurfti að berjast við.
Mánudagur:
Morgunnæfing sem byrjaði kl 7:00.
Hlaupið var ca. 3 km í átt að tröppum við fjall í nágrenninu, 15 ferðir upp brattar tröppur eins hratt og þú gast.
Kvöldæfing:
Glímuæfing sem byrjaði kl.17 og endaði kl.20. Ein glímuæfing þarna einkenndist af stífum glímum og köstum. Voru yfirleitt glímdar 5 mínútur x 12 sinnum.
Þriðjudagur:
Morgunnæfing kl 7:00. Fjallahlaup: Hlaupið upp á fjall og tók það ca. 30 mín að hlaup það allt uppímóti. Síðan voru allskonar æfingar gerðar upp í fjalli sem einkenndust að armbeygjuhoppum upp stiga eða með mann á bakinu og labba upp tröppur.
Kvöldæfing:
Glímuæfing 17-20.
Miðvikudagur:
Morgunnæfing kl.7:00
Lyftingar. Þá voru æfingar eins og bekkpressa, hnébeygjur, deadlift eða upphýfingar. Einfaldar lyftingar æfingar.
Fimmtudagur:
Morgunnæfing: kl.7:00
Langhlaup hlaupið var ca 10 km á tíma.
Kvöldæfing:
Glímuæfing frá 17-20
Föstudagur:
Morgunnæfing kl.7:00
Hlaupið var 3 km að stiga og voru 15 ferðir upp og niður stigann eins hratt og þú gast.
Kvöldæfing:
Glímuæfing frá 17-20:30
Laugardagur:
Glímuæfing frá 10-12:30
Lyftingaræfing: 15-17
Sunnudagur:
Frí
En á öllum þessum æfingum var einkennandi hvað virðing gagnvart æfingarfélaga og þjálfara var mikil, alltaf hneigt sig áður en við byrjuðum að glíma og það er eitthvað sem mér finnst einkennandi við Júdó íþróttina.
Sveinbjörn Jun Iura
IG: sjiura