Sjónmyndaþjálfun – sjálfstraust og undirbúningur

Andlegur Undirbúningur

Hvernig getum við undirbúið okkur undir eitthvað sem við höfum ekki upplifað áður og aukið sjálfstraust á sama tíma? Þegar ég keppi og næ mínum besta árangri, þá hefur það nær alltaf verið þegar hausinn á mér er í autopilot og ég þarf ekki að taka ákvarðanir, heldur bara framkvæma. Ég veit nákvæmlega hvað kemur næst og þarf ekki að vera hugsa fyrir neinu. Til þess að ég komist í þennan gír er mikilvægt fyrir mig að vera búinn að undirbúa eins mikið og ég get fyrir sundið.

Þrátt fyrir að það séu ennþá 7 mánuðir til stefnu áður en Ólympíuleikarnir byrja og sundlaugin ekki ennþá fullbyggð, þá er ég samt búinn að stinga mér til sunds í Ólympíulauginni nú þegar, bara með ímyndunaraflinu mínu gegnum sjónmyndaæfingar.

Sjónmyndaþjálfun

Myndin er frá swimswam.com sem tók myndina frá Tokyo 2020

Sem partur af andlega undirbúningnum mínum fyrir Tókýó, þá er ég með markmið að reyna sjá fyrir mér Ólympíusundin mín einu sinni á dag. Frá fyrsta skrefi inní keppendaherbergið og þar til ég klára sundið og horfi á tímann á skjánum, þá fer ég í gegnum hvert einasta smáatriði sem ég mun framkvæma til að eiga fullkomið sund. Öll þessi smáatriði hafa verið skrifuð í handrit sem er búið að lesa svo inná hljóðskrá sem ég spila til að hjálpa ímyndunaraflinu. Til að gera upplifunina eins raunverulega og hægt er þá skoða ég tölvugerðar myndir af Ólympíulauginni og byggi handritið á þekkingu sem ég hef um keppnisaðstæður.

Með því að sjá sundin fyrir mér, þá er ég að undirbúa líkamann og hausinn fyrir stóra daginn eftir 7 mánuði. Allt verður komið í autopilot og það eina sem eftir er að gera er að hafa gaman og njóta þess að fá að keppa.

Sjálfstraust

Sjónmyndaþjálfun hjálpar líka að minnka stress sem gæti myndast á keppnisdegi, þar sem hausinn er með handrit til að fylgja. Það besta sem sjónmyndaþjálfun hefur gert fyrir mig er að auka sjálfstraustið. Í hvert einasta sinn sem ég spila handritið í hausnum þá sé ég mig ná persónulegum markmiðum sem geta oft virst vera fjarstæðukennd. Eftir hverja spilun þá virðast þá raunverulegri, og því meira trúi ég því að ég muni ná þeim.

Eins og Henry Ford sagði:
“Whether you think you can, or you think you can’t – you’re right,”

Prófaðu að skrifa niður handrit þar sem þú framkvæmir eitthvað sem þú vilt ná og spilaðu það svo með ímyndunaraflinu.

Gangi þér vel

Anton Sveinn
IG: @antonmckee