Æfingadagur hjá Ingibjörgu Kristínu

Ég lyfti og syndi á föstudögum svo ég þarf að passa að hafa nægan tíma á milli æfinga þannig að ég nái að jafna mig. Sundæfingarnar eru alltaf frá klukkan 18:00-20:00 svo ég reyni að nýta hádegishléðið mitt til þess að fara að lyfta. Ég þarf því að vera mjög skipulögð þar sem ég fer  að heiman klukkan 7:50 um morguninn og er að koma seint heim.

Lyftingaræfingin: 

Ég er með app þar sem ég fæ allar lyftingaræfingar sendar og veit því langt fram í tímann hvað ég er að fara gera og get undirbúið mig fyrir það. Áður en ég byrja æfinguna fer ég alltaf yfir það sem ég er að fara gera til þess að sjá hvernig ég þarf að hita upp. Ég er með mjög basic rútínu sem ég geri en svo hita ég betur upp þau svæði sem ég er að fara leggja áherslu á þann daginn. 

Á föstudaginn var ég að fara að sjá hversu langt ég gæti stokkið svo ég breytti mér í langstökkvara. Ég átti að taka upp stökkin í „slow motion“ og senda á þjálfarann minn sem myndi mæla stökkið með appi. Eftir að ég sendi á hann vorum við reyndar ekki alveg að trúa appinu sem hann notaði svo ég ætla að mæla sjálf næst og bera saman (ég átti að hafa hoppað 1.6m en besta sem ég hef hoppað fyrir þetta er 1.3m)… 

Stundum er gamla aðferðin betri en tæknin en þurfum að skoða þetta betur! 

Superset styrkur

Ég fæ prógrammið sent að utan frá þjálfara sem ég hef unnið með áður, það lítur svona út í appinu.

Ef þú hefur spurningar sendu þá á mig línu IG: @ingibjorgkj

Sundæfingin:

Við fáum alltaf sundæfinguna á blaði sem við setjum svo á bakkann í lauginni. 

Æfinga prógrammið
  • Æfingunni er skipt upp í sett (sést undir Set Description) sem er útskýring á því sem við erum að fara að gera. 
  • Sund snýst allt um tíma og er blaðið í rauninni bara tímaplanið okkar yfir æfinguna
  • Neðst niðri sést hvað æfingin er löng (2,65km þennan daginn) og hvert stress value er sem segir okkur hversu erfið æfingin er. Því hærri sem talan er því erfiðari er æfingin.
  • Til vinstri sjáum við hversu langan tíma æfingin tekur 18:00-19:21, og hvenær við eigum að byrja á hvaða setti.

Við erum að vinna með nýja tækni núna í skriðsundinu mínu að ýta höndunum beint niður þegar höndin snertir vatnið í stað þess að fara áfram með höndina og bíða (það er kallað ketchup sund). Með því spara ég tíma sem það tekur mig að gera einn hring með hendinni sem ætti að skila mér hraðari lokatíma. 

Þetta var því áherslan í aðal settinu að stoppa ekki með hendina frammi.

Aðal settið var 2x í gegn
6x50m stað á 1:30 synda hratt með 1 hönd (skipta eftir hvern 50m um hönd)
100m rólega
2x50m stað á 2:30 30-40m á fullu restin rólega 
(þarna áttum við að synda eins hratt og við gátum þangað til að við fundum að við byrjuðum að hægja á okkur þá stoppa)
200 rólega

Eftir þetta gerðum við 2x25m MAX með stungu þar sem við tókum upp sundið og sáum hvort ég var að bíða með höndina frammi áður en ég tók takið eða hvort ég fór beint niður eins og ég hafði verið að einbeita mér að á æfingunni.

Sund er mjög tæknileg íþrótt eins og þið sjáið og það er mikið sem maður þarf að pæla í, því er gott að einbeita sér að einum hlut í einu. 

Endilega sendið á mig línu ef þið hafið spurningar
Ingibjörg Kristín
@ingibjorgkj

This div height required for enabling the sticky sidebar
Ad Clicks : Ad Views : Ad Clicks : Ad Views : Ad Clicks : Ad Views :