1500m æfing

Mér finnst gott að byrja keppnistímabilið með keppni í grein sem er fyrir neðan greinina sem ég er að einbeita mér að og hlaupa sem hraðast. Innanhúss einbeiti ég mér mest að 3000m og því finnst mér gott að byrja á 1500m keppni til þess að láta hraðann fyrir 3000m sýnast auðveldari, svo að ég get verið afslappaðari á þeim hraða. Þegar ég hleyp 1500m á þeim hraða sem ég hleyp er hver 400m hringur hlaupinn á um það bil 60 sekúndum, því verð ég að vera með góðan hraða, mikið úthald, og geta meðhöndlað mjólkursýru í vöðvum eins vel og unnt er, þar sem að hlaupið er of hratt til þess að súrefnisupptaka sé nógu mikil og maður lendir því í súrefnisskuld. Til þess að undirbúa mig fyrir 1500m hlaup, hleyp ég fyrst fjórum sinnum 400m spretti á keppnishraða með lítilli hvíld, til þess að venjast keppnishraða og til þess að aðlaga líkamann að keppnisaðstæðum, þar sem að mikil mjólkursýra safnast upp í vöðvunum vegna súrefnisskuldar. Síðan eru 300m sprettirnir hraðari en keppnishraði til þess að láta keppnishraðann vera auðveldari og með meiri hvíld svo að ég get hlaupið hvern sprett með léttleika og án þess að streða. Að lokum eru 200m sprettirnir hlaupnir á 800m hraða með mikilli hvíld milli spretta til þess að auka vöðvakraft og grunnhraða.

Morgun klukkan 09:00

20 mín upphitun (ca 4:30/km) + drillur og hraðaaukningar

4x400m með 1 mín hvíld milli spretta
Tímar: 58.6, 58.6, 58.7, 58.7
5 mín hvíld 

4x300m með 90 sek hvíld:
Tímar: 42.6, 43.4, 43.8, 42.9
5 mín hvíld

4x200m með 2 mín hvíld
Tímar: 28.1, 27.4, 27.7, 27.5
20 mín niðurskokk (5:00/km-4:30/km)

Endurheimtar jogg

Eftir morgunæfingu passa ég að borða vel og legg mig svo til að hámarka endurheimt. Þar sem að morgunæfingin var mjög erfið á bæði líkamann og miðtaugakerfið, finnst mér gott að skokka eftir hádegi til þess að hjálpa líkamanum að losa sig og koma blóðflæði aftur í vöðvana sem voru undir mikilli streitu. Skokkið hjálpar að koma næringarefnum og súrefnisríku blóði aftur til vöðvanna og að mínu mati hjálpar þetta mér að verða tilbúinn fyrir næsta dag, þegar að rútínan byrjar aftur upp á nýtt.

Síðdegis klukkan 16:00

50 mín á 3:56/km (13,8km)

Takk fyrir að lesa
Hlynur Andrésson
IG: @hlynur_andresson

This div height required for enabling the sticky sidebar
Ad Clicks : Ad Views : Ad Clicks : Ad Views : Ad Clicks : Ad Views :