Æfingadagbók : Guðlaug Edda

Guðlaug Edda gefur okkur innsýn í æfingadag hjá sér.

Ég æfi 3 sinnum á dag næstum því alla daga ársins, enda að reyna að ná jafnvægi á þrjár íþróttagreinar i þríþrautinni. Hérna kemur dæmi um týpískan æfingadag hjá mér þegar ég er í miðju undirbúningstímabili:

Sundæfing 08:00-09:15

Ég byrjaði daginn á sundæfingu. Ég synti 4500m og var fókusinn mest á að viðhalda aerobic formi. Það þýðir að álagið er ekki mjög mikið en settin geta verið löng og með litla hvíld inn á milli.

Upphitun: 4x200m (100 skriðsund/50 drillur/50 skriðsund fætur á hliðinni), 10x50m (með band og kút) =1300m/1300m

Aðalsett: 20x100m skriðsund á starttímanum 1:25 (Fyrstu 10 venjulegir, næstu 10 með kút og spaða – einblína á hvernig ég er að nota fyrsta hlutann af takinu til þess að grípa vatnið), 20x50m (1-3, 5-7, 9-11, 13-15, 17-19 eru byggja upp í 95% effort, 4, 8, 12, 16 og 20 rólegur) =3000m/4300m.

Niðursund: 200 valfrjálst rólega =200m/4500m

Hjólaæfing 11:00-13:00

Ég hjólaði 2 tíma aerobic eftir sundæfinguna og í heildana voru það 60km. Á effort-skalanum 1-10 myndi aerobic vera 2-4 í efforti. Þetta er mjög klassísk æfing til þess að byggja upp þol á hjólinu, en þríþraut er mikil úthaldsíþrótt og það skiptir máli að vera með góða grunnvél. Ég gerði þessa æfingu með æfingarfélögunum mínum sem hjálpar til við að hraða tímanum og njóta æfingarinnar.

Hlaupaæfing 17:30-19:00

Það var erfið hlaupaæfing um kvöldið. Við hlaupum 4km upphitun, þar sem ég byrja fyrsta kílómeterinn mjög rólega en gef í í kílómetrum 2-4 til að hita vöðvana vel upp áður en við tökum erfiða hlutann af æfingunni. Eftir upphitun gerðum við dýnamískar teygjur og nokkra 10sek spretti áður en við fórum í aðalsettið. Þennan dag hlupum við 10x800m á hlaupabrautinni á 10km pace-i, með 1mín hvíld á milli spretta. Eftir það er tekið 2km niðurskokk og teygjur áður en ég hélt heim í kvöldmat og hvíld.

Takk fyrir
Guðlaug Edda Hannesdóttir
IG: @eddahannesd

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.