Nú er ég búin að vera í æfingabúðum í rúmlega þrjár vikur og það er óhætt að segja að æfingamagnið sé búið að aukast töluvert. Við byggjum á æfingar viku eftir viku og erum með hvíldardaga inn á milli en aldrei heilar hvíldarvikur. Þannig byggi ég upp þreytu í líkamanum sem á endanum skilar sér í betra formi á keppnisdag. 

Fimmtudagar eru alltaf erfiðir og langir æfingadagar hjá mér. Fimmtudaginn 30. janúar var engin undantekning, en ég hjólaði, synti, lyfti og hljóp. 

Hjólaæfing kl 08:00-10:00

Ég byrjaði daginn á erfiðri hjólaæfingu. Þessi æfing var lykilæfing dagsins og því mikilvægt að vera vel nærð og undirbúin. Mér og æfingarfélögunum var skipt upp í hópa sem áttu að hjóla saman til þess að líkja eftir keppnisaðstæðum. Við byrjuðum á því að hjóla 5mín í hópum frá tempóhraða upp í keppnishraða til þess að byggja upp sýru í vöðvunum. Við enda þessara 5mín komum við að brekku og í henni var þjálfarinn minn búinn að setja keilur og ca 20-30sek fresti upp brekkuna. Við áttum að skiptast á því að fara all-out og steady á milli keilna þar til við komumst á toppinn á brekkunni. Þetta var líka gert til þess að líkja eftir keppnisaðstæðum, en í ólympískri þríþraut er mikið af hraðaaukningum og það þarf að æfa líkamann upp í að ná endurheimt á steady efforti á milli hraðaaukninga. Þetta er alltaf erfið æfing og mjög krefjandi bæði líkamlega og andlega. 

Sundæfing kl 12:00-13:20

Sundæfingin mín þennan daginn var rúmlega 4km, að mestu með fókus á aerobic grunn og styrk ásamt nokkrum sprettum í lokinn. Við syntum mikið með spaða og bönd um fæturnar til þess að byggja upp styrk ásamt lengri intvervölum með stutta hvíld á milli fyrir aerobic grunn.

Lyftingaræfing kl 13:50-14:40

Ég lyfti beint eftir sundæfinguna. Ég byrjaði á upphitun með því að gera jógarútínuna mína; það hjálpar mér að opna líkamann og gera mig tilbúna. Fyrri hluti æfingarinnar einblíndi á maga-, bak-, og mjaðmasvæði með líkamsþyngd, en seinni hlutinn á þungar lyftingar (hnébeygjur og deadlift). Mér finnst mjög gaman að lyfta þar sem við gerum það ekki oft. Ég trúi því að lyftingar geti breytt miklu fyrir fólk í úthaldsíþróttum, það skiptir máli að byggja upp styrk á ólíkan hátt en bara synda-hjóla-hlaupa.

Hlaupaæfing kl 18:15-19:05

Eftir lyftingaræfinguna fór ég heim og lagði mig áður en ég tók síðustu æfingu dagsins. Þessi hlaupaæfing var klassísk byggja-upp-þol æfing; 50mín rólegt hlaup. Á þessum æfingum reyni ég að njóta þess að hlaupa í náttúrunni og minna mig á hversu þakklát ég er að fá að æfa og keppa í íþróttinni minni sem ég elska svo mikið 🙂

Hver er lengsti æfingardagur sem þú hefur tekið?

Guðlaug Edda Hannesdóttir
IG: @eddahannesd

This div height required for enabling the sticky sidebar
Ad Clicks : Ad Views : Ad Clicks : Ad Views : Ad Clicks : Ad Views :