Hver hefur ekki mætt í ræktina með ekkert plan og gert bara eitthvað?
Við hjá Klefinn.is viljum hvetja alla til að stunda hreyfingu og æfa fjölbreytt. Við höfum fengið til liðs við okkur frábæra þjálfara sem ætla að setja inn æfingar reglulega sem gera má í ræktinni. Við hvetjum þig til að prófa og ekki gleyma að tagga okkur @Klefinn.is og þjálfarana.
Silja Úlfarsdóttir er fyrsti þjálfarinn sem við kynnum til leiks í “Þjálfarahorninu“. Silja hefur mikla reynslu sem þjálfari og íþróttamaður, hennar helsti fókus er hraðaþjálfun ungra íþróttamanna.
Æfingin
Æfingin er smá keyrsla, þú getur farið á þínum hraða, sumir vilja keppast við klukkuna, aðrir fókusa á að klára. Taktu endilega tímann hvað þú ert lengi að klára og þá geturðu reynt að bæta tímann næst. Ef þú ert að byrja í ræktinni og þetta virðist vera of mikið, þá er ekkert mál að gera bara helminginn af öllu og byrja þar. Ef þú þekkir ekki æfingarnar þá er video neðst.
Í hlaupunum þá mæli ég með að hækka hraðann í hverju setti þegar hlaupin styttast og spretta síðustu 200m.
1000m hlaup
1000m róður
100 Hiðarbekkjar hopp
800m hlaup
800m róður
80 Sprengju uppstig
600m hlaup
600m róður
60 Uppstig
400m hlaup
400m róður
40 Kassahopp
200m hlaup
200m róður
20 Burpees

Góða skemmtun og endilega taggaðu mig á instagram @siljaulfars
Silja Úlfarsdóttir
www.siljaulfars.is
IG: @siljaulfars
FB: siljaulfars.is