Íþróttafræðideild HR leggur Klefanum lið!

Klefinn og Íþróttafræðideild HR í samstarf Stafsfólk Íþróttafræðideild HR ætlar að leggja Klefanum lið með því að gerast gestapennar á síðunni.

Dr. Hafrún Kristjánsdóttir deildarforseti íþróttafræðideildar HR er nú þegar gestapenni en fram að Ólympíuleikum munu kollegar hennar koma um borð og skrifa pistla er snúa að íþróttum.

Starfsmenn íþróttafræðideilar HR búa yfir mikilli reynslu og þekkingu því fögnum við aðkomu þeirra að Klefanum og erum spennt fyrir áframhaldinu á þessu Ólympíuári.