Homo sapiens golfdeus. Hvernig lifir hinn íslenski golfari af veturinn? Leggst hann eins og björninn í vetrardvala? Þessu ásamt mörgu öðru verður svarað í eftirfarandi pistli. Spennið sætisólarnar!…

Til eru tvær tegundir af golfurum: hinn almenni kylfingur og atvinnukylfingur (Ef til vill eru til fleiri flokkar en ég er ekki víðlesin í þeim fræðum).
Fyrir hinn almenna kylfing lítur árið t.d. svona út:
- Byrjun árs: innandyra æfingar eða slá í Básum/Hraunkoti
- Páskar: ein golfferð til Spánar eða USA
- Maí: nokkrir golfvellir opnir, fólk klæðir sig upp í ullarnærföt og heldur út í óvissuna
- Sumar!!!!: Hallelúja! Spila, spila, spila, spila… “get ekki talað núna, er að spila”
- Lok árs: sama og byrjun árs.
Ef maður er af svokallaðri keppnisgolfari tegund er árið aðeins öðruvísi.
- Frá mars-nóvember eru mót í gangi.
- Desember-febrúar er svokallað off season.
Mikilvægt að gíra sig aðeins niður golflega séð í off season til að koma peppaður upp í næsta keppnistímabil. Eins og allstaðar í dýraríkinu snýst þetta um survival of the fittest. Í þessu samhengi hefur það tvær meiningar:
- Að taka sér hvíld til að vera “fit” in the long run.
- Beast mode í gym til að verða “the fittest”.

Hvíld og gym er þemað fyrstu vikurnar í vetrarbúninginum, en svo byrja golfæfingar aftur og tæknivinna seinni vikur í off season.
Homo sapiens golfdeus atvinnukylfingur þarf líka að vera klókur og ferðast til ýmissa landa til að elta góða veðrið fyrir quality æfingar. Ef við tökum mitt off season sem dæmi:
23.nóv-6.des6.jan-20.jan5.feb-15.feb23. Feb – …. USA, OrlandoUSA, Orlando Spánn, AlicanteUSA, Orlando ÆfingaferðÆfingaferðÆfingaferð og spila í minitour event 11.febKeppnistímabilið hefst 28.feb
Fyrir mig nota ég veturnar til að skoða hvort ég vilji breyta tækninni, en á keppnistímabilinu er ég meira í “maintenance work” á æfingasvæðinu og að reyna að spila í flow og skora vel.
Keppnisgolfarinn þarf að læra á sjálfan sig því árið inniheldur mikið af ferðalögum. Ég er búin að læra að það er mikilvægt fyrir mig að fara heim og tengjast rótunum af og til. Það hefur góð áhrif á spilamennskuna mína. Ég hef prufað ár þar sem ég var í burtu nánast allan tímann og æfa eins og brjálæðingur, það skilaði sér ekki í niðurstöðunum fyrir mig, því balance er svo rosalega mikilvægt fyrir mig (já, ég er vog).
Side effect af því þegar maður fer sjaldnar til Íslands er að þá hleðst upp to-do listinn í heimalandinu: læknar, sponsorar, fundir, viðtöl, myndatökur, þjálfarar, sjúkraþjálfarar, vinir, fjölskylda, o.s.frv. Það eru margar hliðar á málunum! Margt að hugsa um.
Það skemmtilegasta við að vera á þessari vegferð er “the mastery of self”. Ég hvet ykkur eindregið til að leggja af stað í það ferðalag.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
IG: @olafiakri