Nemar í HR leita eftir meiddu íþróttafólki í tilraun.

Óskað er eftir þátttakendum í tilraun á vegum nemenda á 2. ári í sálfræði í Háskólanum í Reykjavík.

Leitast er eftir meiddu íþróttafólki úr öllum íþróttagreinum, eldra en 18 ára, sem sér fram á að meiðsli sín vari lengur en í 3 mánuði.

Í tilrauninni verður skoðað líðan þátttakanda sem fær sálfræðilegt inngrip en það mun taka aðeins stutta stund á dag í eina viku.

Tilraunin mun ekki innihalda nein persónugreinanleg gögn um þátttakanda og er þátttakanda frjálst að hætta þátttöku hvenær sem er.

Fyrir frekari upplýsingar og/eða áhuga á þátttöku hafið samband á netfangið: eyglo17@ru.is