Um helgina tók ég síðustu æfinguna fyrir Reykjavíkurleikana sem ég tek þátt í á Sunnudaginn 2.febrúar klukkan 16:30 í Laugardalshöllinni og verður hörku keppni og eru yfir 30 útlendingar komnir til landsins til að keppa í frjálsum.
Ég byrjaði æfinguna á að skokka 2 hringi eða um 400m tek síðan góðar hreyfiteygjur til að hita upp framanvert lærið, aftanvert lærið, innanvert lærið og utanverð lærinn og við þetta hitnar líka neðstu vöðvarnir í bakinu.

Þegar maður hitar upp í kúluvarpi byrjar maður á að taka kúluna sem er 7.26kg og kastar henni létt upp í loftið og hitar upp úlnliðinn. Síðann fer maður inn í hringinn og kastar létt án atrennu svona eitthvað um 5-10 köst eða bara þangað til maður er tilbúinn í líkamanum til að kasta fullt kast.
Þar sem að þetta er bara þriðja skiptið sem að ég kasta kúlunni í þónokkurn tíma þá var maður að prufa sig áfram og negldi aðeins á það til að gera líkamann tilbúinn fyrir sunnudaginn.
Ég tók um 15-20 köst og endaði æfinguna með því að negla á bætingu í kúluvarpi auðvitað bara æfingar bæting þar sem ég kastaði 18.03m sem er í raun lengsta sem að ég hef kastað kúlu á æfinni.
Ég á best 17.36m inni síðan á RIG 2017 og á best 17.83m úti síðan á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi 2019.
Hérna er 18.03m kastið mitt síðan í dag.
Eftir köstin tók ég léttar fegrunaræfingar og tók smá Tvíhöfða og þríhöfða tók eitt gott video af mér taka bæs en ég tók 4×8 30kg

Svo þetta lítur allt hrikalega vel út fyrir mótið og ég mæli með að fólki mæti í dalinn og hvetji okkar fremsta frjálsíþróttafólk áfram.
Ef þið viljið fylgjast með mér þá er ég mjög virkur á instagram og er líka með facebook síðu.
www.instagram.com/gudnigudna
www.facebook.com/gudniathlete