Valdís opnar æfingadagbókina sína, hún er núna í Ástralíu að keppa.

6:30 – Upphitun á æfingasvæði

Teygjur, fleygjárn, 9 járn, 7 járn, driver.

6:55 – Æfingahringur fyrir Ballarat Pro Am

Ég spilaði á golfbíl og var annað hollið sem fór af stað. Ég vissi að spáin fyrir daginn var sú að það yrði mjög heitt (39 gráður) og því vildi ég spila snemma til þess að ná að fara á æfingasvæðið líka áður en mesti hitinn skylli á. 

8:45 – 18 holur búnar

Ég spilaði þennan völl í fyrra og því lítið sem ég þurfti að setja upp í leikskipulagi. Aðallega að sjá hversu harðar brautirnar væru, og hversu vel grínin tækju við innáhöggunum. Æfingagrínið er sami hraði og flatirnar út á velli og því gat ég einbeitt mér af lengdarstjórnun á því.

9:00 – æfingasvæði

Ég var ekki alveg nógu ánægð með sláttinn út á velli og þeir vellir sem ég hef verið að spila á undanfarið hafa verið með mjög léleg æfingasvæði en ég vissi að æfingasvæðið hérna á þessum velli væri gott og því vildi ég nýta það.

7 járn – vinna að því að taka kylfuna beinna aftur, styttra og búa til meira pláss í impacti.

Framför en enn rúm fyrir bætingar.Driver – taka beinna aftur og snúa betur í gegn, minnka flipp.
Mun betra.

Fleyghögg – fá betri línu í byrjun og meiri tilfinningu fyrir lengd. Slá meira niður á boltann.
Mun betra.

11:00 – hádegismatur

11:30 – púttæfing

Byrja á spegli og athuga með uppstillingu.
Augun rétt fyrir innan línuna – já
Axlir beinar – já
Púttershaus beinn – já
Pútta í gegnum hlið
Hægri vinstri breik – mið gott
Vinstri hægri breik – mið ágætt en gæti  verið betra
Lengdarstjórnun
Stigi í niðurhalla – gekk vel
Stigi í upphalla – gekk mjög vel
18 tvípútt – löng pútt sem ég þurfti að tvípútta, aldrei sama púttið – náði í 20 tilraunum. 

13:00 – heim

13:30 – 3 km skokk

14:00 – teygjur 

Þetta var góður æfingadagur – vona að einhverjir skilji þetta golf mál! Ef þið hafið spurningar sendið mér þá línu.

Valdís Þóra
IG: @valdisthora

This div height required for enabling the sticky sidebar
Ad Clicks : Ad Views : Ad Clicks : Ad Views : Ad Clicks : Ad Views :