Valdís Þóra keppir þessa dagana á Áströlsku mótaröðinni í golfi. Hún mun taka þátt í fjórum 1-2 daga pro am mótum sem geta gefið henni þátttöku inn í LPGA mót sem fara fram í Ástralíu í febrúar.
Pro am mót eru þannig að 1-2 atvinnukylfingar og 1-2 áhugakylfingar spila saman í liði. Í mótunum í Ástralíu spila allir sínum bolta og er sér keppni fyrir atvinnukylfingana. Valdís er búin að spila í tveimur mótum nú þegar, Windaroo Lakes pro am þar sem hún spilaði á +3 og endaði jöfn í 43. Sæti og Findex Yamba pro am þar sem hún spilaði á -2 og endaði jöfn í 3.sæti.
Næstu mót er Aoyuan International Moss Vale pro am 28-29 jan og Ballarat Icons Pro Am 1-2 febrúar.
“Ég er að nota þessi mót til að koma mér aftur í spila- og keppnisæfingu fyrir komandi vikur. Ég var smá ryðguð í fyrsta mótinu en leið strax mun betur í öðru mótinu þó svo að ég hafi gert 1-2 klaufamistök að þá gerði ég svo miklu meira gott á hringnum og það gefur mér sjálfstraust fyrir næstu mót.”