Það þarf að hugsa í lausnum núna þegar allt er lokað og hef ég notað umhverfið í kring. Ég setti saman æfingarvideó af skemmtilegum æfingum sem allir eða flestir geta gert allavega fyrir glímufólkið og eina sem ég tók með mér var teygja og stigaþrepsband en þú þarft ekki einu sinni stigaþrepsbandið því þú getur bara unnið með línur.
Plús það að taka æfingu úti finnst mér alltaf vera meira krefjandi og á sama tíma tengist þú náttúrunni og krefjandi aðstæður þess.
Öskjuhlíðin finnst mér vera mjög skemmtilegt svæði og þar getur þú hlupið upp brekkur, tekið gott og langt hlaup, hjólað og svo framvegis en á sama tíma fann ég á leiðinni í miðju hlaupi þetta æðislega æfingarsvæði. Svo fyrir þá öflugustu geta þið hoppað í sjóinn.
En þessar æfingar fyrir neðan eru handahófskenndar æfingar sem þú getur notað til að bæta í þínar æfingarútinur og svo elska ég einnig stigaþrepstækið sem æfir snerpu hraða og samhæfingu.
Ég er oft að vinna með tabatamiðað program, sem sagt að vinna í 20 sek og hvíla í 10 sek. Langt þægilegt að hafa þetta einfalt en erfitt og krefjandi.
Ef þú prófar 🙂 endilega taggaðu mig og leyfðu mér að sjá.
Gangi þér vel
Sveinbjörn Jun Iura
@sijura