Ólafía Kvaran er Heimsmeistari í Spartan hlaupinu sem er þrek og hindrunarhlaup. Hún er Bootcamp þjálfari og eini Spartan SGX (spartan group exercise) þjálfarinn hér, einnig er hún hjúkrunarfærðingur og mamma. Þessa æfingu má gera úti eða inni.

Upphitun:

3 umferðir :

              10 fótasveiflur, bæði hægri og vinstri
              10 kálfalyftur
              10 hnébeygjur
              10 armbeygjur með niðurtogi

3 umferðir:

              50 jumping jacks
               25 hælar í rass
              25 háar hnélyftur

Aðalverkefni:

Finna sér u.þ.b. 300m hlaupaleið (hring eða fram og tilbaka) Einnig hægt að gera á hlaupabretti/róðravél/hjóli. 

3 umferðir:  Hlaupið á að vera á þéttum hraða, þó ekki sprettur.

              Hlaup
              10 burpees
              Hlaup
              10 armbeygjur
              Hlaup
              10 hnébeygjuhopp

Niðurskokk eða ganga í 2 mínútur og teygjur að eigin vali.


Gangi þér vel

Ólafía Kvaran

This div height required for enabling the sticky sidebar
Ad Clicks : Ad Views : Ad Clicks : Ad Views : Ad Clicks : Ad Views :