Telma Matthíasdóttir er lífsglöð stelpukona með mikinn metnað! Henni finnst gott að borða góðan mat, en kýs að lifa lífinu í heilbrigðum líkama, full af orku og í andlegu jafnvægi.
Telma hefur keppt í þríþraut í nokkur ár og 2015 kláraði hún heilan Iron Man. Næsta áskorun hjá henni er 50km í Hengil Ultra Run í júní, en hún hefur aldrei hlaupið svo langt og undirbýr sig vel. Telma veit að góð næring skiptir miklu máli í undirbúningi fyrir svona áskoranir.
Telma mun deila með okkur hollum uppskriftum á næstunni og ætlar að byrja á Tasty Toscana. Telma er dugleg að elda hollan mat og prófa sig áfram á instagramminu sínu @fitubrennsla.
P.s. þar geturðu fengið góðar hugmyndir að hollum mat.
Tasty Toscana
2 dósir kjúklingabaunir
2 msk olia
1-2 msk Toscana krydd
Steikja á pönnu meðan þú skerð niður grænmetið.
1 rauð paprika
1/3 kúrbítur
1/2 rauðlaukur
3 stórir sveppir
6 döðlur
Skera allt niður og setja á pönnuna.
Steikja í 15 mínútur.
Bæta við 1 dl af Tasty Toscana sósu frá Callowfit og 1 dl vatni
Salt og pipar
Láta malla í 5 min
Borið fram á Atkinsvefju eða salati.
Takk fyrir og gangi ykkur vel í eldhúsinu!

Telma Matthíasdóttir
Facebook: Fitubrennsla
Instagram: @fitubrennsla
Snapchat: fitubrennsla