Æfingar einstaklinga eru ólíkar og mis krefjandi. Til að ná árangri og bæta sig stöðugt þarf að huga vel að næringunni. Að fá góða næringu eftir æfingu er því gríðalega miklvægt. Prótein er eitt aðal byggingarefni líkamans og þurfum við þau til byggja upp og endurnýja vefi líkamans.
Kolvetni eru mikilvæg því vöðvar líkamans kjósa kolvetni sem sinn aðalorkugjafa. Kolvetni eru til að fylla aftur á glýkógenbirgðir í vöðvum sem tæmist við átök og krefjandi æfingar.
Vatnið er það sem við megum ekki vanmeta, drekkum vatn og aftur vatn. Við erum öll ólík með ólíkar þarfir og margt sem spilar þar inn í. Enn númer eitt er að vita að vel nærður líkami nær lengra og líður betur.
Hér færðu uppskrift af mínum uppáhalds “Næring eftir Æfingu” eða bara laugardags-ís.
Næringaríkur ís
50 gr bláber
50 gr hindber
100 gr banani
100 gr jarðaber
150 ml möndlumjólk
Þeyta vel saman þar til að þéttum massa.
Bæta þá við: 30 gr af VEGAN próteini, forest fruit bragð eða 30 gr af Iso Whey zero prótein. Þeyta á rólegum hraða í 1 min þar til “fluffy og creamy”. Hella í skál og skreyta með t.d hampfræjum, mórberjum, muesli eða ferskum berjum.
Svo er hægt að búa til forsting ís-sósu úr kókosolíu, kakó og sætu. Eða nota Callowfit sósurnar Salty Caramel eða Súkkulaði.
P.s. þeir sem nota ekki próteinduft nota 200 gr af hreinu skyri í stað möndlumjólks. Og þeir sem ekki hafa tíma til að setja í skál og skreyta þá bætið við meiri vökva og gerið að sjeik
Á sunnudögum gef ég mér tíma til að vigta minn skammt í poka og geymi í frysti. Þá þarf ég bara að bæta við möndlumjólk og próteini. Fljótlegt og einfaldar róðurinn.

Innihald
Innihald í uppgefnum ís + 25 gr Atkins muesli + smá sletta af Salty
Caramel sósu Callowfit
Hitaeiningar 430
Kolvetni 43 gr
Trefjar 19 gr
Prótein 36 gr
Fita 12 gr
Þið verðið að prófa!
Endilega taggið mig á Instagram þegar þið gerið það @fitubrennsla

Kær kveðja,
Telma Matthíasdóttir
Facebook: Fitubrennsla
Instagram: @fitubrennsla
Snapchat: fitubrennsla