Planið fyrir þennan æfingadag var aðeins öðruvísi til að byrja með en ég þurfti að breyta til á sundæfingunni með þjálfaranum vegna þess að ég var farin að finna fyrir leiðinlegum verkjum í líkamanum vegna þreytu. En mikilvægast fyrir mig þegar kemur að þjálfuninni minni eru góð samskipti við þjálfarana mína, þá Unnar Helgason og Jacky Pellerin. Það skiptir mig mestu máli að það sé gott traust á milli okkar svo að ég fái sem mest úr æfingunum.
Styrktaræfing um morguninn
Upphitun:
3 umferðir af:
500m róður
20 “good mornings” með teygju
20 “hip thrusters” með teygju
Deadlift og hopp
6×3 af báðum æfingum.
Deadlift 3x með 60 kg
Rólega niður og sprengja upp og halda í efstu stöðu í 5 sek með allann líkamann spenntann
Fara svo beint úr deadlift hopp á öðrum fæti upp á kassa. 3 á hvorum fætinum.
Handasett
3x Max af “banded lat pull down”
12x “tall kneeling filly press” þar sem ég held á 20kg ketilbjöllu og lyfti 12kg lóði
Max af liggjandi “y pressu” með 5 kg í hvorri hendi
Létta kg ef það er of þungt
Cool down
600 – 800m rólegt róður
Sundæfingin um kvöldið
Ég synti nokkur hundruð metra í upphitun, um 600m rólegt blandað sund.
Næst gerði ég 10x50m fætur með froskalappir til að halda aðeins hreyfingunni í vatninu áfram en eftir það sett fór ég í niðursund.
Í niðursundinu synti ég 200m rólega (25m sculling og 25m sund).
Stundum þarf ég að breyta til með þjálfurunum til þess að passa upp á bakið mitt og bara líkamann í heild sinni. En það er líka bara að mínu mati góður kostur að vita hvenær á að keyra og hvenær þarf að hvíla.
Vona að æfingar gangi vel hjá öllum og að þið njótið ykkar í ferðalaginu að markmiðunum 🙂
Eygló Ósk
IG – @eyglo95