Veist þú nákvæmlega hvað þú ert að fara gera þegar það eru 73 mínútur í að þú ert að fara keppa? Og afhverju ætti það að skipta einhverju máli? Jú, ef þú vilt minnka áhyggjur og stress á keppnisdegi og auka sjálfstraust á sama tíma, þá er mikilvægt að hafa dagskrána á keppnisdegi neglda niður.

Lengi vel á mínum ferli var ég oft að leyfa óþarfa hugsunum að eyðileggja andlegan undirbúning á keppnisdegi. Ég man eins og það hefði gerst í gær þegar ég keppti á heimsmeistaramótinu í sundi árið 2015 og var að undribúa mig fyrir undanúrslitasundið í 200 bringu. Þetta var í fyrsta skipti sem ég komst í undanúrslit á stórmóti, eitthvað sem hausinn var víst ekki tilbúinn í. Eftir að hafa tekið mína venjulegu upphitum, þá fannst mér ég allt í einu þurfa á einhverju meira að halda og ákvað að taka gera lengri upphitun. Um leið og ég var búinn með auka upphitunina þá fór ég að hafa áhyggjur af því hvort ég hafði gert of mikið. Þetta var hugarástandið fyrir stærsta sundið á mínum ferli.

Ein besta leið til að minnka stress á keppnisdegi er einfaldlega að “slökkva” á heilanum og setja hann í sjálfstjórn (e. Autopilot) með því að fylgja skipulagðri dagskrá. Með því að undirbúa dagskrá, alveg frá því að þegar mætt er á keppnisstað og þar til keppni hefst, þá fækkaru tækifærunum sem heilinn hefur til þess að taka ákvaðarnir, og þar með möguleikunum á efasendum og áhyggjum að ryðja sér til rúms. Áður fyrr spurði ég mig oft þegar stutt var í sundið mitt hvort ég hefði hitað upp nógu vel, eða hvort ég væri orðinn of kaldur og fleiri spurningar sem drógu sjálfstraustið niður.

Sem betur fer í dag, þá er ég með keppnisdagskrá sem ég fylgi eins vel og hægt er. Við vitum öll hvað okkur finnst þægilegt að gera fyrir keppni til að hámarka árangurinn okkar, og þannig byrjaði mín fyrsta keppnisdagskrá. Ég einfaldlega skrifaði niður það sem mér fannst best að gera og fylgdi því. Dagskráin þarf samt að vera lifandi og hún má þróast eftir því sem við keppum oftar. Við áttum okkur kannski á því að við viljum skipta einhverjum hlut út fyrir einhvern annann. Ég er til dæmis búinn að vera þróa mína dagskrá í yfir þrjú ár og er ennþá að reyna finna hluti til að bæta.

Það mikilvægasta er að þetta sé rútína sem þér líður vel með að framkvæma og veist að undirbýr þig vel til að hámarka árangur. Það er einnig mikilvægt að vera ekki of vanafastur og þá fara í stresskast að geta ekki fylgt dagskránni A til Ö.

Í dag lýtur keppnisrútinan mín svona út:

·        120 mín: mæta á keppnistað, setjast niður og slaka á. Skoða sig um og finna fyrir andrúmsloftinu

·        105 mín: rúlla og teygja á, drekka rauðrófusafa

·        90 mín: bakka upphitun (skipulögð rútina, alltaf jafn löng)

·        70 mín: upphitun í sundlaug (skiptulögð rútina, alltaf jafn löng)

·        45 mín: klæða sig í keppnisfatnað og drekka orkudrykk

·        30 mín: slappa af og hlusta á tónlist – tala við þjálfarann ef eitthvað þarf að ræða

·        20 mín: fara í keppnisherbergi

·        15 mín: léttar handa og fóta æfingar (koma smá blóðflæði í gang)

·        10 mín: hugleiðsla og svo slaka á þangað til keppni hefst

Með því að fylgja þessari dagskrá, þá set ég sjálfstýringuna í gang og fylgist bara með því hvað klukkan er til að byrja dagskrárlið. Áður en ég veit af er komið að því að keppa og ég veit að ég er tilbúinn af því ég hef gert þá hluti sem undirbúa mig eins vel og hægt er. Engar ákvaðarnir þurfa að vera teknar og engar áhyggjur myndast. Í staðin getur öll einbeitingin farið í það að njóta þess að keppa og hafa gaman.

Ert þú með dagskrá fyrir keppnisdag? Hvaða rútína hentar þér?

Ég skal hjálpa þér að búa til dagskrá – sentu á mig á @antonmckee á Instagram.

Gangi þér vel
Anton Sveinn

This div height required for enabling the sticky sidebar
Ad Clicks : Ad Views : Ad Clicks : Ad Views : Ad Clicks : Ad Views :