Guðni Valur RIG meistari með bætingu

Um helgina fór fram fjálsíþrótta mótið sem tilheyrir Reykjavíkurleikunum og var þar æsispennandi keppni í karlakúlunni.

Guðni Valur kom með svakalega bætingu í kúluvarpi núna á Reykjavíkurleikunum og bætti sig um rúmann meter innannhúss og hálfum metra lengra en hans besta kast utanhúss.

Keppnin var mjög spennandi og skiptust Guðni Valur og John Kelly um að leiða keppnina.

Guðni Valur opnaði mótið með því að kasta 17.98m og leiða fram í 3 umferð þá kom John Kelly og tók við forrustunni og negldi á 18.14m. Guðni reyndi að svara og bætti sig enn meira og kastaði 18.09m.

John leiddi alveg fram í fimmtu umferð þá kom Guðni Valur og negldi á RISA bætingu í kúlunni og setti hana 18.43m og var það nóg til þess að sigra keppnina þar sem John náði ekki að svara þessu en bætti sig þó samt í seinustu umferð og kastaði 18.15m

Guðni Valur náði með þessum árangri fimmta besta árangri Íslendings innannhúss.

Ekki má gleyma að kringlukast er aðalgreinin hanns Guðna Vals og er kúluvarp bara aukagrein.

Video af 18.45m