Ásdís Hjálmsdóttir Annerud keppti í kúluvarpi á RIG leikunum í gær 2. febrúar. Hannah Molyneaux frá Bretlandi endaði í öðru sæti með 13.05m.
Ásdís sýndi að hún er í frábæru formi á þessu Ólympíuári en hún kastaði 15.57 metra og sigraði kúluvarpið með góðu forskoti. Kúluvarp er innanhús grein Ásdísar en hún er sigursælasti spjótkastari okkar Íslendinga og stefnir ótrauð á fjórðu Ólympíuleikana 2020.
“Ég er í svakalegu formi en hitti ekki alveg á það, engu að síður er ég mjög sátt við vegalengdina miðað við hvernig ég var að kasta. Það er heill hellingur inni í kúluvarpinu hjá mér. Ég á tvö mót á næstunni, NM næstu helgi og svo annað mót í Stokkhólmi, hlakka til að taka á því á þessum mótum. ” sagði Ásdís eftir mótið