Íþróttamennirnir okkar eru að keppa mikið þessa dagana, hér fyrir neðan má sjá hvað er framundan um helgina.

Kári Gunnars

Keppti í Íran í vikunni og komst þar í fjórðungsúrslit sem er frábær árangir, það þýðir að hann færist upp á heimslistanum sem kemur út í næstu viku.

Næst er það Frakkland þar sem Kári keppir í næstu viku á EM landsliða.

Sveinbjörn Jun Iura

Keppir í París um helgina á Paris Grand Slam, en þetta mót er eitt af stærstu mótunum á árinu, en það eru um 700 keppendur skráðir til leiks frá 117 þjóðum. Sveinbjörn keppir í -81kg flokknum, en þar eru 70 keppendur skráðir til leiks.

Bein útsending verður HÉR

HÉR er linkur á mótið

Júdósambandið er með frekari fréttir af mótinu HÉR.

Ásdís Hjálms

Ásdís keppir á Norðurlandameistaramótinu í Helsinki á sunnudaginn. Ásdís keppir í kúluvarpi sem er innanhús grein margra kastara.

Ásdís kastar kl. 14:30 á staðartíma.
Úrslit verður hægt að finna HÉR – ÚRSLITALINKUR.

Það verður live stream frá mótinu, en það verður hægt að finna linkinn hér:
LIVE STREAM NORÐURLANDAMÓT

Guðni Valur

Guðni keppir einnig á Norðurlandameistaramótinu í Helsinki á sunnudaginn. Guðni bætti sig á RIG með risa kasti sem má sjá hér! Guðni Valur RIG meistari með bætingu

Guðni kastar klukkan 12.35 á staðartíma HÉR – ÚRSLITALINKUR.
LIVE STREAM NORÐURLANDAMÓT

This div height required for enabling the sticky sidebar
Ad Clicks : Ad Views : Ad Clicks : Ad Views : Ad Clicks : Ad Views :