Auka checklistinn

Í æfingaferðum reyni ég að leggja sérstaklega áherslu á litlu, mikilvægu hlutina. Stór hluti af deginum fer í æfingar, spila og svo rækt eftir golf. Maður er þreyttur á kvöldin, fer snemma að sofa og vaknar svo eldsnemma næsta dag og endurtekur sama leik. Þessvegna hjálpar mér mikið að hafa checklista yfir hluti sem ég vil ná að gera, sem taka ekki langan tíma en eru golden til að fá sem mest útúr æfingaferðinni. Eins og ég segi, ég geri helst svona lista í æfingaferðum eða tek tarnir til að “hold me accountable”. Þess á milli er ég samt alltaf með þessa hluti bakvið eyrað. 

  • Drekka: Ég er smá grallari og gleymi að drekka vatn yfir daginn. Fyrir æfingu vill ég vera búin að drekka 500ml og svo annað eins eftir æfingu.
  • Rúlla og teygja: Það er mikilvægt að hita líkamann aðeins upp þegar maður vaknar. Svo er líka mikilvægt að rúlla og teygja eftir æfingu til að stífna ekki upp. Það heldur líkamanum ferskum og spornar gegn meiðslum. 
  • Velja mental goal dagsins: Hvað vill ég bæta mig í þann daginn?
  • ADED: All-day-ervery-day æfingarnar mínar. Það eru þrjár æfingar fyrir posture sem ég geri á hverjum degi. 
  • Hugleiðsla: 10-20 mín Headspace áður en ég fer að sofa.
  • Ávöxtur: Borðið ávextina ykkar krakkar mínir. 

Ég tikka í þessi box á hverjum degi. Stundum gleymi ég svo að gera eitthvað af þessu. Ég get sagt ykkur það angrar mig mjög þegar ég sé á blaðinu mínu að einn dagurinn er ekki með tikkað í öll box. En það er einmitt hvatning til að reyna að muna eftir öllu næstu daga. 

Hvað vilt þú hafa á þínum auka checklista? 

Það sem er á mínum checklista á ekkert endilega við hvern sem er. Maður þarf að ákveða fyrir sjálfan sig hvernig maður ætlar að forgangsraða.

Annað sniðugt á checklistanum: 

  • Taka vítamín
  • Lesa í 10 mín
  • Borða á æfingu
  • Skrifa í æfingadagbók
  • Skrifa niður 10 jákvæða hluti sem gerðust í dag
  • O.s.frv.

Litlu hlutirnir leggja nefnilega grunninn að því að geta gert stóru hlutina vel 🙂

Tékkar þú í box? hefurðu prófað?

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
IG: olafiakri

This div height required for enabling the sticky sidebar
Ad Clicks : Ad Views : Ad Clicks : Ad Views : Ad Clicks : Ad Views :