Það eru til ýmsar leiðir til að sigra glímu í Júdó. Þú getur unnið með mjaðmakasti, sópi, í gólfglímu (hengingu eða lás) en fullkomnasti sigurinn er það að ná að kasta andstæðinginn þinn beint flatt á bakið með kasti þá vinnur þú glímuna og leikurinn er búinn en það kallast „ippon“ sem er fullnaðarsigur. 

Áður en Júdó varð að bardagaíþrótt fyrir nútíma manninn þá var það bardagalist sem notað var fyrir vígvöll samúraja og öll köst eða flestu brögðin og köstin voru hugsuð til að bana andstæðinginn á vígvellinum þegar öll vopn voru uppiskroppa en ég gæti skrifað heila ritgerð um það og ætla ekki að fara útí það hérna. Hins vegar eru alltaf smá leyfar af andanum, siðum og gildum frá uppruna Júdósins sem hafa haldist þrátt fyrir að þetta sé Ólympíuíþrótt í dag. Þannig þegar við förum í glímu ef við eigum að fara alla leið með þetta á hugsunarhátturinn að vera að ef þú tapar þá í rauninni tapaðir þú bardaganum og misstir lífið þitt. En auðvitað þarf líka að finna jafnvægi milli bardagalist og íþróttar sérstaklega á þessum tíma sem við lifum í dag en bardagalistir í Japan hafa allaf reynt að halda fast í gamlar hefðir og er það partur að æfa bardagaíþrótt eru þessu gömlu gildi samúraja sem eru svo heillandi.


En aftur yfir í það hvernig þú getur unnið fullnaðarsigur en helsti eða mest einkennandi parturinn sem einkennir Júdó frá hinum glímuíþróttunum eru öll köstin sem hægt er að kasta andstæðingana á og þegar það Júdó var fundið upp voru um 67 köst til, sum sem er búið að banna og taka út en flest brögðin hafa haldist. 

Ef það kæmi einstaklingur og spurði mig hvernig hann ætti að vera góður í ákveðnu kasti þá væri mitt svar: Endurtekning og endurtekning aftur og aftur og ef ég vitna í Bruce Lee þá orðaði hann þetta nokkuð vel. ,,I fear not the man who has practiced 10,000 kicks once, but I fear the man who has practiced one kick 10,000 times‘‘.

Oft á Júdó æfingum gerum við æfingar  sem kallast „uchikomi“ sem eru endurtekningar af þínu aðal bragði aftur og aftur. Einnig eru æfingar sem kallast „nagekomi“ sem eru kastæfingar og eru gerðar virkilegar margar endurtekningar með hreyfingum, allskonar hreyfingum og markmiðið á að vera að þú átt að vera orðinn svo góður í þínu bragði að þú þarft ekki að hugsa þar sem hreyfingarnar eru komnar í vöðvaminnið. Þú reynir alltaf að fullkomna formið þitt með allskyns smáatriðum sem geta skipt sköpun. Þetta er eins og ólympískur lyftingarmaður sem reynir að fullkomna tæknina í snörun og jafnhöttun, sama lögmál gildir um kastbragðið þitt. 

Ein góð júdóæfing getur innihaldið um 200x endurtekningar á einu bragði og um 50-60x köst eða lyftur burt séð frá öllum glímunum svo þetta tekur vel á líkamann!

Þannig að þegar þú sérð ippon kast í júdó-glímu er á bakvið eitt bragð margar klukkustundir af  endurtekningum sem innihalda köst, tækniæfingum og tímasetningaæfingum sem krefjast hraða, jafnvægi og sprengju og það gerir íþróttina virkilega skemmtilega. 

Ef þú hefur einhverjar spurningar um júdó, velkomið að senda mér á Instagram

Sveinbjörn Jun Iura
IG: @sijura

This div height required for enabling the sticky sidebar
Ad Clicks : Ad Views : Ad Clicks : Ad Views : Ad Clicks : Ad Views :