Góðar æfingar fyrir bakveika

Það er margt sem þarf að hugsa út í til að halda bakinu góðu og sérstaklega fyrir mig eftir svona erfið og löng bakmeiðsl. Ég þarf að hugsa vel út í hvernig líkamsstaðan mín er þegar ég stend, passa að sitja ekki of mikið og svo þarf ég að gera æfingar á hverjum degi sem liðkar og styrkir bakið á mér.

Hér koma nokkrar æfingar sem ég hef gert næstum því á hverjum degi síðan í haust samhliða æfingum, bakæfingarnar hafa gert mjög mikið fyrir bakið mitt.

Ég mæli með því að gera 20-30 endurtekningar fyrir hverja æfingu, helming hvoru megin ef svo er, og fara hægt og rólega af stað í æfingarnar. Í hliðarplankanum er gott að miða við 30 sek til að byrja með og reyna svo að vinna sig upp með tímanum. Það mikilvægasta við þessar æfingar er að gera þær rétt og ef það kemur upp verkur einhversstaðar þá á bara að hætta og halda áfram í næstu æfingar. Ég hef fundið að þessar æfingar hjálpa mér að komast í gang og sérstaklega ef ég byrja daginn á þeim þá finnst mér ég liðkast öll til og það gerir mig tilbúin í góðan æfingadag.

Ég vona að þessar æfingar hjálpi þér eitthvað en svo er lykillinn að betri heilsu í bakinu að leita sér einnig hjálpar hjá einhverjum góðum sjúkraþjálfara sem þú treystir og finna saman fleiri góðar æfingar til að styrkja bakið betur.

Takk fyrir mig.
Eygló Ósk Gústafsdóttir
IG: @eyglo95