Heimaæfing: 14. apríl

Silja Úlfars tók saman einn af hennar uppáhalds hlaupa “leik” eða fartlek, hann snýst um að skokka hratt og rólega til skiptist. Sem lýkist því sem t.d. íþróttamenn gera í leikjunum sínum.

Ath sjáðu neðst niðri – Silja er að bjóða íþróttamönnum upp á fríar hlaupaæfingar næsta mánuðinn!

Fartlek þjálfun hjálpar til við að bæta hraðann og úthaldið, æfir þig í að auka hraðann úr skokki og hentar þeim sem finnst leiðinlegt að hlaupa alltaf á sama hraða, það getur verið gott að hafa eitthvað að gera þegar þú ert að hlaupa.

Gott er að hafa skeiðklukku.

5 mín skokk (þetta er upphitunin)
Hreyfiteygjur og smá liðkun

4 mín rólega – 2 mín hlaup (hraðari)
3 mín rólega – 2 mín hlaup (hraðari)
3 mín rólega – 90 sek hlaup (hraðari)
3 mín rólega – 1 mín hlaup (hraðari)
2 mín rólega – 1 mín hlaup (hraðari)
2 mín rólega – 1 mín hlaup (hraðari)
1 mín rólega – 30 sek hlaup (ennþá hraðar)
1 mín rólega – 30 sek hlaup (ennþá hraðar)
1 mín rólega – 30 sek hlaup (ennþá hraðar)
5 mín skokka rólega niður

Samtals er þetta 40 mín hlaup

Lykillinn er að labba ekkert, frekar skokka nógu hægt á milli!

Silja býður upp á fríar hlaupaæfingar á instagramminu sínu

Góða skemmtun

Silja Úlfars

IG: @siljaulfars
Facebook: siljaulfars.is
www.siljaulfars.is

11 Fartlek Training Advantages and Disadvantages - Triathlete's Tribe