Kúluvarpið á Íslandsmeistaramótinu í frjálsum fór fram í dag og mætti Guðni Valur þar til leiks í hörku formi og bætir sinn besta árangur enn eina ferðina þegar hann varpaði kúlunni 18.60m í seinustu umferð.

Mótið byrjaði rólega hjá okkar manni og byrjaði hann á að gera sitt fyrsta kast ógilt, neglir síðan á 17.84m í annarri umferð og 17.78m í þeirri þriðju. Gerir ógilt í fjórðu og varpar loksins kúlunni yfir 18m í fimmtu umferð og kastar 18.08m Kveiknar þá loksins á Guðna Val og neglir hann síðan kúlunni 18.60m í seinustu umferð við góðan stuðning áhorfenda og tryggir Íslandsmeistaratitilinn 2020 innanhús.

This div height required for enabling the sticky sidebar
Ad Clicks : Ad Views : Ad Clicks : Ad Views : Ad Clicks : Ad Views :