Sveinbjörn Jun Iura komst í þriðju umferð

Sveinbjörn Jun Iura júdókappi keppti á Grand Slam Dusseldorf í dag. Mótið er gríðalega sterkt en Sveinbjörn komst í þriðju umferð í 81 kg. flokki. 63 voru skráðir til leiks í 81 kg. flokki og öll helstu löndin senda sína bestu menn til að næla sér í punkta fyrir Ólympíuleikana 2020 og er barráttan og sigurviljinn hjá hverjum gríðarlegur.

Sveinbjörn sat hjá í fyrstu umferð og í annarri umferð fékk hann andstæðing frá Perú sem var hærra skrifaður og komst hann yfir á stigum til að byrja með en Sveinbjörn gaf í og kláraði hann sannfærandi með fastataki.

Í þriðju umferð fékk Sveinbjörn svo andstæðing frá Tékklandi sem var mikill reynslubolti og hefur farið á Ólympíuleikana tvisvar og var glíman nokkuð jöfn framan af, Sveinbjörn fór í kast og náði Tékkinn að fylgja eftir í gólfnu og náði að sigra Sveinbjörn með þéttum armlás.

“Það eru mörg mót framundan og er þessi sigur mikill drifkraftur fyrir komandi átök og sé ég að mig vantar bara herslumun upp á að eiga í þá bestu. Það er ekkert annað í boði en að halda áfram í þessum gír og keyra á þetta og berjast með elju og eldmóð!”

Til hamingju Sveinbjörn með flott mót!