Ásdís keppti á sínu síðasta innanhússmóti í kúluvarpi, en 2020 er síðasta “official” keppnisárið hennar.

Ásdís keppti á sænska meistaramótinu og endaði í 3ja sæti, með sitt næst lengsta kast innanhús eða 16.14m. Keppnin var hörkuspennandi en Ásdís var í 2. sæti þangað til í síðustu umferðinni þegar Frida Åkerström kastaði 16.36m. Fanny Roos sigraði með því að varpa kúlunni 17.92m, en þess má geta að Vésteinn Hafsteinsson er þjálfari Fanny.

Niðurstaðan því 3ja sæti á sænska meistaramótinu eftir hörkuspennandi keppni.

“Þetta var ótrúlega skemmtilegt og ég er mjög ánægð að enda minn innanhús feril á góðri keppni” segir Ásdís glöð eftir mótið.

Hér má sjá link af úrslitunum á sænska meistaramótinu.

This div height required for enabling the sticky sidebar
Ad Clicks : Ad Views : Ad Clicks : Ad Views : Ad Clicks : Ad Views :