Ólafía Þórunn Kristinsdóttir golfari sýndi okkur æfingadagbókina sína og segir okkur hvernig hún notar hana.

Ég nota app sem heitir CoachNow sem æfingadagbók.

Ég skrifa þar á hverjum degi: 

  • Æfingarnar sem ég geri
  • Tölfræði
  • Hvernig mér leið
  • Pælingar til að ég geti síðan hætt að hugsa um þær yfir daginn
  • Bækur sem ég les
  • … Hvað sem mér dettur í hug 🙂 

Hér má sjá æfinguna mína 30. desember, vona að þið skiljið æfingarnar.

Það er mikilvægt að skrá hjá sér hvernig maður æfir. Þá er hægt að skoða aftur í tímann og læra af því, finna út hvenær maður toppar. Ég get líka lært mikið af því þegar ég skrifa niður hvernig mér líður, mögulega þarf stundum að taka sér stutta pásu eða ekki taka þessu alveg svona alvarlega, hafa meira gaman. Allskonar hægt að lesa útúr þessu! 

That’s all folks!

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
IG: @olafiakri

This div height required for enabling the sticky sidebar
Ad Clicks : Ad Views : Ad Clicks : Ad Views : Ad Clicks : Ad Views :