Practice with purpose

Þegar ég æfi vil ég breyta mikið til, ekki gera sama hlutinn klukkutímum saman. Ef heilinn þarf að hafa meira fyrir því að hugsa og framkvæma hreyfingarnar þá haldast þær betur í kerfinu. Það er talað um þetta í The Talent Code – Daniel Coyle, uppáhalds bókinni minni, deep practice og að þjálfa “motor skills”. Ég hef líka tekið eftir þessu hjá nokkrum afreksíþróttamönnum t.d. Dirk Nowitzki einbeitir sér að mismunandi hlutum við hvert skot þegar hann er að æfa sig. Mér persónulega finnst líka miklu skemmtilegra að æfa svona og finnst ég fá meira útúr æfingunni.

Þetta gæti verið smá skrítið fyrir utanaðkomandi það sem ég skrifa. En mikilvægast er að ég skilji hvað ég á við og man sjálf eftir hvað ég var að pæla á þeim tímapunkti. Stundum skrifa ég á ensku, stundum íslensku, stundum skrifar Thomas fyrir mig þegar hann er að hjálpa mér… Það er allur gangur á þessu! Stundum ákveð ég fyrirfram allt sem ég ætla að gera, í önnur skipti ákveð ég on the spot. 

Ciao for now! 
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
IG: @olafiakri

This div height required for enabling the sticky sidebar
Ad Clicks : Ad Views : Ad Clicks : Ad Views : Ad Clicks : Ad Views :