Undirbúningurinn fyrir morgunæfingu hefst yfirleitt daginn áður en æfingin er. Ég skipulegg næsta dag með því að gera nesti ef þess þarf og ég var búin að skipuleggja allt þetta kvöld fyrir næsta dag.
Klukkan 5:45 hringir klukkan á mánudegi. Ég var búin að vera vör um mig alla nóttina en var samt búin að sofa í 7.5 klst. Það var mót um helgina svo þeir sem kepptu á sunnudeginum fengu frí á morgunæfingunni og í þeim æfingahóp sem ég er í þá var ég að fara að synda æfinguna ein.
Mér finnst mjög leiðinlegt að synda ein enda mikil félagsvera og finnst miklu skemmtilegra á æfingum þegar vinir mínir eru með mér.
Ég átti gott 15 mín spjall við sjálfa mig þennan morgun.
· Ég nenni ekki að synda ein.
· Það er dimmt úti og ég heyri í vindinum, örugglega kalt!
· Það er svo notalegt að liggja undir sænginni.
· Ég gæti alveg sofnað strax aftur og fæ þá meira en 8 tíma svefn.
· Ég er að fara að lyfta og það er kvöldæfing það er alveg nóg.
En svo kom ég með mótrökin
· Ég fæ meiri athygli frá þjálfaranum af því ég er ein.
· Það fer að birta fljótlega og það er hvort sem er kalt allan daginn…
· Ég er vöknuð og það tekur því ekki að sofa bara í klukkutíma í viðbót.
· Ég er ekki þreytt búin að sofa nóg.
· Ég er búin að gera nesti fyrir daginn, ég þarf bara að klæða mig og fara út.
· Road To Tokyo!
Ég var búin að eiga mjög góðan recovery dag á sunnudeginum (fór í nudd og í göngutúr) sem skilaði sér því ég var með 96% recovery í whoop sem sagði mér að ég væri tilbúin í mikil átök þennan daginn. Þarna var klukkan rétt að verða 6 og ég hoppaði á fætur. Sendi þjálfaranum mínum skilaboð að ég væri á leiðinni af því ég var orðin smá sein vegna spjallsins sem ég átti við sjálfa mig…
Þetta gerist ekki oft en kemur samt fyrir og fyrir þá allra bestu. Stundum er freistandi að sofa lengur og vera „góður“ við sjálfan sig en þegar maður nær stjórni á þessum neikvæðu hugsunum þá er það sigur.
Ég átti mjög góðan æfingadag þennan dag og ætla ég að segja ykkur frá því sem ég gerði!
Morgunæfingin:
Byrjaði á að gera ca 20mín bakkaupphitun
Synti svo 200m upphitun
6×50 þar sem ég renn eins langt og ég get, sculla svo í 10m ca og svo stuttan sprett
4×50 með spaða, 20m hratt 30m rólega
100 rólega
6×50 með power tower 12 tök á fullu 3x án spaða 3x með spaða (MYNDBAND 1)
50 rólega þar sem ég toga mig áfram á línunni
2×20 MAX með stungu
200 rólega
Lyftingaræfing
Hitaði aðeins upp, sérstaklega axlirnar þar sem það var mikið axlir þennan dag eins og flesta daga hjá mér.
Byrjaði á að gera 6×4 dauðar upphýfingar með auka 5kg á mér, fáið að sjá seinustu fjórar hérna
Gerði 3×4 Skater Squat en þessi æfing líkist stungunni í sundinu
Svo fór ég í super sett (geri æfingarnar til skiptis) sem var ½ kneel landmine press og svo landmine hollow hold rotation.
Landmine press er með sömu stöng en þá er ég á öðru hnénu og geri axlarpressu
Í lokin endaði ég svo á að gera Manual Side Lying External Rotation.
Tók ekki upp þann daginn en þið fáið að sjá þá æfingu frá því á Tenerife í sólinni!
Sundæfing nr 2

Erum búin að vera að vinna mikið með 6×50 glide/scull/sprett/rólega þar sem við byrjum á því að renna eins langt og við getum, gerum svo scull ca 10m og svo sprett eins langt og maður vill og rólega yfir laugina. Þetta er eitthvað sem allir ættu að gera gert mæli með að prófa! Þetta er sama sett og ég gerði um morguninn 😉
Þessi æfing var mjög fín, tæknimiðuð þar sem ég gat verið að hugsa um tæknina í öllum settum.
Lærdómur dagsins:
Ég átti að gera aðra æfingu með Skater Squat en ég fann til í öxlinni þegar ég gerði hana svo ég sleppti henni og lét þjálfarann minn vita af verknum. Hann breytti þá æfingunni sem ég mun gera í næstu viku. Mikilvægt að hlusta á þegar líkaminn er ekki sáttur!
Áskorun:
Er með smá áskorun á ykkur sem farið reglulega í sund… næst þegar þið farið prófið þið að gera scull og athugið hvort þið getið búið til hringekju í vatninu!
Þið getið reynt þetta í heita pottinum!
Vona að þið hafið haft gaman af því að lesa þetta
Scull kveðja
Ingibjörg Kristín
@ingibjorgkj