Óvissan framundan

Kórónuveiran truflar

Það átti að vera undankeppni fyrir Ólympíuleika núna um helgina í Rabat í Marokkó en mótinu var aflýst með mjög stuttum fyrirvara vegna kórónu veirunnar. Ég var í raun að fara um flug til Marocco og fæ þau skilaboð að mótinu hefði verið aflýst. Þetta skapar mikið vandamál fyrir mig sem er að eltast við að ná sæti inná Ólympíuleika því hvert mót telur virkilega og ekki mörg eftir einungis 4-5 mót. Ekki er víst hvernig Alþjóða júdósambandið mun leysa þessi mál en eitt er víst að það er ekki mikill tími eftir og lokaspretturinn er gríðarlega mikilvægur og hættan er sú að fleiri keppnum verði aflýst og þá verður ástandið mjög erfitt

Einnig er verið að tala um að fresta Ólympíuleikum svo allir íþróttamenn úr öllum heiminum eru að finna fyrir þessu svo óvissan er mikil.

Halda plani

Eitt er víst og við sem íþróttamenn eru vanir að óvæntir hlutir komi uppá er að halda plani, ekki missa sjón á heildarmyndina og finna leiðir til að koma þessu ekki okkur úr jafnvægi. Halda fókus í  æfingarplani og æfingum. Núna er ég staddur í Frakklandi á meðan ég bíð að fara til Suður-Ameríku að keppa þá hef ég náð samband við franska judomenn sem vilja hjálpa mér við æfingar.

Eins og ég hef sagt að Júdó er íþrótt sem sýnir mikla samstöðu og er mjög alþjóðaleg íþrótt. Það var ekkert mál að finna klúbb hér og þeir voru meira en til að fá mig á æfingar og aðstoða mig og finnst mér þetta einkennandi við íþróttina hvað allir eru tilbúnir til að hjálpast að.

Næst á dagskrá

Framhaldið er mikil óvissa en eitt er víst að það verður æft stíft og haldið focus og þegar það verður komið af því að keppa á dýnunni að ég verði meira en 120% tilbúinn í átök!

Ef allt gengur eftir plani og engu er frestað þá keppi ég næstu helgi í Santiage, Chile. Helgina eftir held ég svo til Perú þar sem ég keppi í Lima. Þetta eru Pan American mót sem gilda fryir Ólympíuleikana.

Vonum það besta og farið vel með ykkur

Sveinbjörn Jun Iura
@sijura

Andlitsmynd: Svavar Sigursteinsson @vikingstreangth